Toyota bakhjarl tónleikaraðarinnar Tíbrár í Salnum

Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs, Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Það sést kannski ekki alveg en til gamans má geta að þær Karen og Aino deila saman stól á þessari mynd.
Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs, Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. 

Í dag var undirritaður samningur milli Toyota, Salarins og Kópavogsbæjar þar sem Toyota gerist aðal bakhjarl tónleikaraðarinnar Tíbrár í Salnum. Samningurinn er gerður til tveggja ára þar sem Toyota styrkir Tíbrá um 2 milljónir hvort ár. 

Það er mikið ánægjuefni fyrir Kópavogsbæ að geta boðið upp á metnaðarfulla dagskrá í Salnum með okkar besta tónlistarfólki. Þetta verður ekki síst mögulegt vegna þessa veglega stuðnings frá Toyota“, segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Fjöldi fremstu tónlistarmanna Íslands hefur komið fram á tónleikaröðinni Tíbrá sem hefur fest sig í sessi sem einn metnaðarfyllsti tónlistarviðburður landsins, en honum er ætlað að varpa ljósi á sígildan tónlistarflutning í fremstu röð.

Það er ánægjulegt fyrir Toyota að fá að styðja það blómlega starf sem fram fer í Salnum. Rætur fyrirtækisins eru í Kópavogi þar sem Toyota var með höfuðstöðvar áratugum saman. Það er okkur mikilvægt að rækta þessi tengsl við bæinn og samstarfið við Salinn er vel til þess fallið“, segir Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota.

Í byrjun árs 2018 verður auglýst eftir umsóknum frá flytjendum til þátttöku í Tíbrá tónleikaröðinni veturinn 2018-19, en í byrjun árs 2019 mun Salurinn fagna 20 ára starfsafmæli.

Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt tónleikahald í Salnum undanfarin ár, auk þess að efla barna- og fræðslustarfið í samvinnu við önnur menningarhús Kópavogsbæjar. Í undirbúningi er stofnun tónverkasmiðju sem er ætlað að efla frumsköpun í tónsmíðum, auk þess að efla enn frekar tónleikahald í Salnum.

Aðsókn í Salinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár en á þriðja tug þúsund gesta sóttu Salinn heim á síðasta ári, auk þess sem tónleikum og viðburðum hefur fjölgaði til muna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screen Shot 2015-02-04 at 17.42.56
1477442_710660849047524_2619883636756732780_n
Web
VG
Gegneinelti2013
gunnar-toframadur
Gata ársins 2024 í Kópavogi, Gnitaheiði.
sigurjon
Kópavogsbær