Tungumál er lykillinn að góðri menntun og framtíð.

Donata H. Bukowska, ráðgjafi í málefnum nemenda af erlendum uppruna skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.
Donata H. Bukowska, ráðgjafi í málefnum nemenda af erlendum uppruna
skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.

Síðustu misserin hefur mikið verið talað um menntamál. Með skelfingu horfum við á versnandi árangur íslenskra nemenda í alþjóðlegum prófum. Staðan nemenda með íslensku sem annað mál er enn verri. Lesskilningur þeirra hefur hrapað á síðustu árum. Fáir klára framhaldsskóla. Það er líka mikið áhyggjuefni að önnur kynslóð innflytjenda er ekki nægilega sterk í íslensku.

Stór hópur barna með annað móðurmál sem eru fædd á Íslandi nær ekki á leikskólastigi að byggja nægilegan málskilning í íslensku  til að stunda nám í grunnskóla án vandræða.

Menntamálaráðuneytið segir að nú þurfi að bregðast við vanda. Dagblöð og fréttamiðlar hafa fjallað um málið í einhvern tíma. En það er ekki nóg að tala um þetta! Við höfum ekki tíma fyrir samantektir, skýrslur og vinnuhópa. Við þurfum að framkvæma hluti!

Þar sem sveitarfélög sjá um rekstur leik- og grunnskóla, þá er það á þeirra ábyrgð að bregðast strax við vandanum. Tvítyngd börn í leik- og grunnskólum bæjarins hafa ekki tíma til að bíða. Lausnirnar eru ekki flóknar! Við þurfum ekki að bíða eftir ákvörðunum ríkisins og við ættum ekki að gera það.

Lykilatriði er að auka stuðning við kennslu íslensku sem annars máls og tryggja hann eins lengi og þörf krefur óháð því hversu lengi nemendur hafa búið á íslandi. Hver leik- og grunnskóli ætti að geta  ráðið a.m.k. einn kennara sem sérhæfir sig í kennslu íslensku sem annað mál. Bærinn ætti að samræma sína þjónustu í þessum málaflokki á öllum skólastigum og ráða farkennara sem tala móðurmál nemenda. Farkennara sem myndu hjálpa nemendum með nám í greinum eins og stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði.

Nemendur ættu að hafa aðgang að heimanámsaðstoð og aukatímum  í sínum heimaskólum. Slíkt myndi tryggja aukinn aðgang að íslensku málumhverfi.

Það er einnig kominn tími til að fara í alvöru aðgerðir til að auka þátttöku barna með annað móðurmál í íþrótta- og tómstundastarfi. Það er hægt að gera með því að fara í náið samstarf við t.d. íþróttafélög bæjarins og hækka tómstundastyrkinn. Við þurfum einnig að styðja foreldra af erlendum uppruna með því að bjóða upp á fræðslu, námskeið, ráðgjöf og upplýsingagjöf t.d. í formi bæklinga á ýmsum tungumálum.

Við ættum líka að sameina okkar krafta með nærliggjandi sveitarfélögum, móðurmálssamtökum og skólum.

Við notum tungumál ekki eingöngu til þess að tjá okkar hugsanir, tilfinningar og langanir. Við notum tungumál til að eignast vini og rannsaka heiminn. Tungumál er lykillinn að góðri menntun og færsælli framtíð. Börn með annað móðurmál eiga líka rétt á því. Það er okkar ábyrgð að tryggja þeim það!

Jezyk kluczem do edukacji i dobrej przyszlosci

Ostatnio duzo sie mowilo o edukacji. Z przerazeniem obserwujemy pogarszajace sie wyniki islandzkich uczniow w  miedzynarodowych testach.

Sytuacja dzieci i m?odziezy poslugujacych sie j. islandzkim jako drugim jezykiem jest jeszcze gorsza. Umiejetnosc czytania ze zrozumieniem w tej grupie spadla na leb i szyje w ciagu ostatnich lat. Niewielki procent konczy szkole srednia. Bardzo niepokojacy jest tez fakt, ze drugie pokolenie imigrantow ma czesto nie mniejsze problemy z jezykiem islandzkim. Duza grupa dzieci z innym jezykiem ojczystym niz islandzki urodzila sie tutaj, ale ma problemy z opanowaniem islandzkiego  w trakcie edukacji przedszkolnej na poziomie umozliwiajacym im bezproblemowa nauke w szkole.

Ministerstwo Edukacji oglasza, ze musimy dzialac. W mediach pojawiaja sie kolejne wiadomosci na ten temat.  Jednak samo mowienie o problemach nie wystarczy. Nie mamy czasu na kolejne zestawienia, grupy robocze, raporty. Trzeba dzialac teraz!

Poniewaz samorzady odpowiedzialne sa za szko?y i przedszkola, to na nich spoczywa obowiazek natychmiastowej reakcji. Dzieci dwujezyczne w islandzkich przedszkolach i szkolach nie moga czekac. Rozwiazania znajduja sie w zasiegu reki, nie musimy czekac na decyzje rzadu lub innych panstwowych instytucji. Nie musimy i nie powinnismy.

Kluczowym dzialaniem powinno byc zwiekszenie w szkolach i przedszkolach liczby dodatkowych godzin z jezyka islandzkiego jako drugiego i uzaleznic to wsparcie od potrzeb ucznia, niezaleznie od czasu jego pobytu na Islandii. Kazda szkola i przedszkole powinny miec w swoich szeregach przynajmniej jednego nauczyciela specjalizujacego  sie w nauczaniu islandzkiego jako drugiego jezyka. Miasto powinno skoordynowac swoje dzialania na poziomie przedszkola i szkoly podstawowej oraz zatrudnic tzw. nauczycieli wedrownych, poslugujacych si? jezykami ojczystymi uczniow, by ulatwi? im nauke pozostalych przedmiotow takich jak matematyka, przyroda czy historia. Uczniowie powinni miec w swoich szko?ach rejonowych dostep do pomocy przy odrabianiu zadan domowych oraz zajec pozalekcyjnych, ktore dawalyby im mozliwosc dodatkowego kontaktu z jezykiem islandzkim.

Nadszedl tez czas na konkretne dzialania w celu ulatwienia dzieciom dwujezycznym udzialu w zajeciach pozaszkolnych i rekreacyjnych. Mozna to zrobic np. przez wspolprace z klubami sportowymi i swietlicami oraz  podniesienie kwoty dofinansowania. Kolejnym krokiem powinno byc wsparcie dla rodzicow. Wsparcie w formie szkolen, broszur informacyjnych w roznych jezykach i doradztwa. Nalezaloby takze zaciesnic wspolprace ze szkolami uczacymi jezykow ojczystych oraz polaczyc sily z sasiaduj?cymi gminami.

Jezyka uzywamy nie tylko do tego, aby nazywac rzeczy, wyraza? nasze mysli, uczucia i pragnienia. Jezyk s?uzy nam do pozyskiwania przyjaciol i poznawania swiata. Jest takze kluczem do edukacji i satysfakcjonujacej przyszlosci. Dzieci obcego pochodzenia tez maja do nich prawo, a naszym obowiazkiem jest im je zapewnic.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar