Tveir efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.
Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.

Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í kvöld.

Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún var formaður bæjarráðs frá 2010 til 2012. Á fundinum í kvöld sagði Guðríður að tíminn væri nú réttur hjá sér til að hætta í stjórnmálum í bili.

Hafsteinn Karlsson bauð sig fyrst fram fyrir Samfylkinguna árið 2002 og hefur verið bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórnmálavafstri, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Samfylkingarfólk samþykkti tillögu um að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara næsta vor.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar