Tveir efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.
Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.

Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í kvöld.

Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún var formaður bæjarráðs frá 2010 til 2012. Á fundinum í kvöld sagði Guðríður að tíminn væri nú réttur hjá sér til að hætta í stjórnmálum í bili.

Hafsteinn Karlsson bauð sig fyrst fram fyrir Samfylkinguna árið 2002 og hefur verið bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórnmálavafstri, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Samfylkingarfólk samþykkti tillögu um að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara næsta vor.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem