Tveir efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.
Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.

Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í kvöld.

Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún var formaður bæjarráðs frá 2010 til 2012. Á fundinum í kvöld sagði Guðríður að tíminn væri nú réttur hjá sér til að hætta í stjórnmálum í bili.

Hafsteinn Karlsson bauð sig fyrst fram fyrir Samfylkinguna árið 2002 og hefur verið bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórnmálavafstri, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Samfylkingarfólk samþykkti tillögu um að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara næsta vor.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar