Tveir efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.
Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson.

Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í kvöld.

Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún var formaður bæjarráðs frá 2010 til 2012. Á fundinum í kvöld sagði Guðríður að tíminn væri nú réttur hjá sér til að hætta í stjórnmálum í bili.

Hafsteinn Karlsson bauð sig fyrst fram fyrir Samfylkinguna árið 2002 og hefur verið bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur lengi haft hug á að draga sig út úr stjórnmálavafstri, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Samfylkingarfólk samþykkti tillögu um að stjórn skipi uppstillinganefnd sem ákveði röð frambjóðenda á lista flokksins í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara næsta vor.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Salurinn
Prjónar
Kopavogsbaerinn
Svava, Elísabet og Guðrún
Angelina Belistov
Vorverk – Tinna
Hjalmar_Hjalmarsson
Ged-1
fannborg