Tvö öflug fyrirtæki í Kópavog

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Mikil eftirspurn er eftir atvinnuhúsnæði í Kópavogi og fjölgar stöðugt fyrirtækjum sem velja að vera með starfsemi sína í bænum og á næstunni bætast tvö öflug fyrirtæki í hópinn. Fálkinn opnar 1800 fm. verslunar- og þjónustuverkstæði á Dalvegi 10-14 í byrjun júní og er það fagnaðarefni að þetta rótgróna þjónustu- og tæknifyrirtæki sem hefur verið með samfellda starfsemi í Reykjavík í 110 ár hefur valið að setja niður nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Kópavogi.

Mannvit, sem er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni, ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar í Urðarhvarf 6 á næstu mánuðum og munu 250 starfsmenn fyrirtækisins hafa aðsetur í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Kópavogur hefur vaxið hratt sem bær á síðustu árum og hér hafa skapast góð vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreyttri verslun og þjónustu og öflugum innviðum sem ýta undir áframhaldandi uppbyggingu. Það er engin tilviljun að Kópavogur er fyrsta val margra fyrirtækja sem eru að leita nýrra tækifæra enda atvinnusvæði í bænum í góðum tengslum við lykil stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur spennandi atvinnusvæði eru í þróun sem mun ýta undir enn frekar fjölbreytni í atvinnulífinu í Kópavogi. Fljótlega verður hafin úthlutun lóða á Glaðheimasvæðinu sem er sunnan Bæjarlindar en þar er fyrirhuguð blönduð byggð með atvinnuhúsnæði næst Reykjanesbrautinni og íbúabyggð fyrir ofan. Ofan Smáralindar er fyrirhugað að rísi íbúabyggð í bland við verslun og þjónustu á næstu misserum sem mun styðja vel við þróun á Glaðheimasvæðinu og jafnframt er svæðið ofan Nýbýlavegar þróunarsvæði þar sem fyrirhuguð er blönduð byggð íbúða og þjónustu.

Það verður því spennandi að fylgjast með áframhaldandi atvinnuþróun í bænum og hvaða fyrirtæki velja að vera með aðsetur sitt í Kópavogi.

 -Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér