Tvö öflug fyrirtæki í Kópavog

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Mikil eftirspurn er eftir atvinnuhúsnæði í Kópavogi og fjölgar stöðugt fyrirtækjum sem velja að vera með starfsemi sína í bænum og á næstunni bætast tvö öflug fyrirtæki í hópinn. Fálkinn opnar 1800 fm. verslunar- og þjónustuverkstæði á Dalvegi 10-14 í byrjun júní og er það fagnaðarefni að þetta rótgróna þjónustu- og tæknifyrirtæki sem hefur verið með samfellda starfsemi í Reykjavík í 110 ár hefur valið að setja niður nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Kópavogi.

Mannvit, sem er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni, ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar í Urðarhvarf 6 á næstu mánuðum og munu 250 starfsmenn fyrirtækisins hafa aðsetur í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Kópavogur hefur vaxið hratt sem bær á síðustu árum og hér hafa skapast góð vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreyttri verslun og þjónustu og öflugum innviðum sem ýta undir áframhaldandi uppbyggingu. Það er engin tilviljun að Kópavogur er fyrsta val margra fyrirtækja sem eru að leita nýrra tækifæra enda atvinnusvæði í bænum í góðum tengslum við lykil stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur spennandi atvinnusvæði eru í þróun sem mun ýta undir enn frekar fjölbreytni í atvinnulífinu í Kópavogi. Fljótlega verður hafin úthlutun lóða á Glaðheimasvæðinu sem er sunnan Bæjarlindar en þar er fyrirhuguð blönduð byggð með atvinnuhúsnæði næst Reykjanesbrautinni og íbúabyggð fyrir ofan. Ofan Smáralindar er fyrirhugað að rísi íbúabyggð í bland við verslun og þjónustu á næstu misserum sem mun styðja vel við þróun á Glaðheimasvæðinu og jafnframt er svæðið ofan Nýbýlavegar þróunarsvæði þar sem fyrirhuguð er blönduð byggð íbúða og þjónustu.

Það verður því spennandi að fylgjast með áframhaldandi atvinnuþróun í bænum og hvaða fyrirtæki velja að vera með aðsetur sitt í Kópavogi.

 -Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar