Norður-Evrópska meistaramótið í Latín og Standard dönsum fór fram í Kaupmannahöfn um helgina. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu í Virum.

Dansparið Pétur Fannar Gunnarsson, 15 ára, og Aníta Lóa Hauksdóttir, einnig 15 ára, sem eru úr Dansdeild HK í Kópavogi náðu þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt. Þau urðu bæði Norður-Evrópumeistarar í Latin og Standard dönsum í flokki 14 -15 ára.
Frábær árangur hjá þessu unga og efnilega pari.