Uglur í mosanum

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi.

Hér sit ég á laugardagsmorgni með langþráð tveggja síðna minnisblað fyrir framan mig. Minnisblað sem ég beið eftir í 68 daga. Minnisblaðið lætur lítið yfir sér en inniheldur upplýsingar sem kjörnir fulltrúar, þar á meðal ég, á rétt á að sjá skv. lögum og samþykktum því ég ber ábyrgð á framkvæmdinni sem það lýsir. Framkvæmd sem kostar meira en eitt þúsund milljónir.

Kópavogsbær rekur Sorpu ásamt hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Fundargerðir stjórnar Sorpu geyma ekki allar upplýsingar sem við þurfum á að halda til að geta sinnt störfum okkar sem kjörnir fulltrúar. Þar treystum við á fulltrúa okkar í stjórn Sorpu. Því miður brást fulltrúinn því trausti nú. Þann 10. júní  las ég fundargerð frá 21. maí sem vakti áhuga minn. Þar var sagt frá því að framkvæmdastjóri Sorpu hefði lagt fram minnisblað um útflutning á brennanlegum úrgangi. Það er risastór ákvörðun sem ég hafði ekki heyrt minnst á áður svo ég óskaði eftir aðgangi að þessu minnisblaði.

68 dögum síðar eftir talsvert mikla fyrirhöfn, bókanir á fundum bæjarráðs, símtöl, marga tölvupósta og samtöl þá fengu kjörnir fulltrúar í Kópavogi, loks upplýsingar frá byggðasamlaginu Sorpu um að til stæði að hefja útflutning á brennanlegum úrgangi. Þessum 68 dögum síðar var málið reyndar komið svo langt að útboðsgögn voru klár og mögulega er búið að auglýsa útboðið. Allt án þess að kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum, sem bera ábyrgð á rekstri Sorpu hefðu haft minnsta möguleika á að kynna sér, hvað þá hafa áhrif á þessa ákvörðun. Fulltrúar sveitarfélagsins í hinum ýmsu stjórnum eiga ekki að fara með slík málefni sem einkamál, heldur leita eftir afstöðu og vilja sveitarfélagsins til að geta tekið afstöðu í málum. Annað er fúsk og býður upp á kostnaðarsöm mistök.

Við höfum lengi vitað að höfuðborgarsvæðið þarf að hætta að urða sorp í Álfsnesi þann 1. jan 2024. Gas- og jarðgerðarstöðin átti að leysa málið að mestum hluta. Árangurinn af þeirri aðferðarfræði er enn í besta falli óljós.  

Hækkun vegna förgunar grátunnuefnis er metin á 82% eða 770 milljónir. Þar er sveitarfélögunum ætlað að greiða 370 milljónir og öðrum viðskiptavinum urðunarstaðar 400 milljónir. Til viðbótar þarf að mæta föstum kostnaði við rekstur urðunarstaðar til framtíðar með hækkun á gjaldskrám sem nemur 300 milljónum árin 2022 og 2023. Samtals gerir áætlunin því ráð fyrir því að hækkunin sem íbúar höfuðborgarsvæðisins bera ábyrgð á nemi eittþúsund og sjötíu milljónum. Í Kópavogi hefur enginn sagt það upphátt fyrr en nú.

Fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu, Birkir Jón Jónsson, hefur vitað af þessum áætlunum í marga mánuði án þess að minnast einu orði á málið. Bæjarstjórinn, Ármann Kr. Ólafsson sem situr í eigendahópi Sorpu ákvað að þegja líka. Mér er fyrirmunað að skilja að menn leiti ekki eftir afstöðu kjörinna fulltrúa heldur velji að fara með svo risastór og kostnaðarsöm mál sem sitt einkamál. Ekkert samtal hefur því átt sér stað. Fyrr en nú því minnisblaðið rataði loks á réttan stað. Eftir 68 daga og talsverða fyrirhöfn.  Um ástæðuna fyrir hinni þykku þögn bæjarstjórans og framsóknarmannsins er hins vegar erfitt að segja. Svíar tala um að uglur séu í mosanum þegar eitthvað gruggugt er á seyði. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Ég vona þó að ástæðan sé önnur og að ég fái tækifæri til að draga þá ályktun til baka.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bjarni, Kristján og Jónas
HK, 4flokkur B.
Sigurbj2019_vef
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
Heimsmarkmid_mynd
arnargr-104×120
Héðinn Sveinbjörnsson
Þór Jónsson