Umferðaröngþveiti í Kópavogi í morgun: „Hefði aldrei gerst ef Gunnar Birgisson væri bæjarstjóri!“

Glerhálka var úti um allan bæ í morgun, mikið var um aftanákeyrslur og fólk sat fast svo timunum skipti á leið úr hverfum bæjarins. Símtölum hefur rignt yfir ritstjórn Kópavogsblaðsins frá óánægðum íbúum sem segja að enn einu sinni hafi bæjaryfirvöld brugðist því ekkert hafi verið mokað og saltað í morgun fyrr en allt of seint. „Þetta hefði aldrei gerst ef Gunnar Birgisson væri ennþá bæjarstjóri í Kópavogi því hann skipti sér af öllu,“ sagði einn íbúi á Kársnesinu. Annar íbúi, í Kórahverfinu, segir að nú verði að sameina Kópavog og Reykjavík….“því Reykjavík stendur sig miklu betur að hreinsa göturnar.“

Þorgeir Kjartansson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands og Kópavogsbúi, segir að bærinn þurfi að standa sig miklu betur í að hreinsa göturnar. „Í Kanada blása menn snjónum bara strax í burtu af götunum um leið og hann fellur.“

Sváfnir Sigurðarsson, líkti Kópavogi við átakasvæði í stöðufærslu á Facebook í morgun:

Sváfnir

 

"Hvar er þessi kall þegar við þurftum hann," spurði íbúi Kópavogs okkur í morgun.
„Hvar er þessi kall þegar við þurftum hann,“ spurði óánægður íbúi Kópavogs okkur í morgun.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar