Glerhálka var úti um allan bæ í morgun, mikið var um aftanákeyrslur og fólk sat fast svo timunum skipti á leið úr hverfum bæjarins. Símtölum hefur rignt yfir ritstjórn Kópavogsblaðsins frá óánægðum íbúum sem segja að enn einu sinni hafi bæjaryfirvöld brugðist því ekkert hafi verið mokað og saltað í morgun fyrr en allt of seint. „Þetta hefði aldrei gerst ef Gunnar Birgisson væri ennþá bæjarstjóri í Kópavogi því hann skipti sér af öllu,“ sagði einn íbúi á Kársnesinu. Annar íbúi, í Kórahverfinu, segir að nú verði að sameina Kópavog og Reykjavík….“því Reykjavík stendur sig miklu betur að hreinsa göturnar.“
Þorgeir Kjartansson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands og Kópavogsbúi, segir að bærinn þurfi að standa sig miklu betur í að hreinsa göturnar. „Í Kanada blása menn snjónum bara strax í burtu af götunum um leið og hann fellur.“
Sváfnir Sigurðarsson, líkti Kópavogi við átakasvæði í stöðufærslu á Facebook í morgun:
