• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Umhverfismál á tyllidögum?

Umhverfismál á tyllidögum?
ritstjorn
24/04/2018

Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.

Ágætu Kópavogsbúar.

Nú þegar vetur kveður og sumar heilsar, með grænkandi jörð, leitar hugur og hjarta bæjarbúa út í náttúruna. Í útiverunni verður því miður ýmislegt óskemmtilegt á vegi okkar; alls kyns rusl, sem fýkur um, flækist í gróðri, flýtur í lækjum og endar að stórum hluta á hafi úti ef ekkert er að gert. Stór hluti þessa rusls er plast sem veldur ómældum skaða og safnast upp í hafi og lífríki. Það er mikilvægt að við öll reynum að stemma stigu við því.

Í nóvember 2017 lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að gerð verði áætlun um hvernig hægt væri að minnka sem mest notkun á einnota plasti í bænum, með samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga, svo og átak um hreinsun plasts af landi, úr sjó og fjörum. Þetta er mjög mikilvægt mál, sem ég vona að fari fljótt á skrið.

Við getum líka hvert og eitt lagt okkar af mörkum með því að minnka það plast sem við notum og með því að plokka í kring um heimili okkar á meðan við njótum útiveru og gert þannig umhverfi okkar hreinna og fallegra.

Hef staðið vaktina um mun gera áfram

Um árabil hef ég reynt að standa vaktina fyrir umhverfið í Kópavog, reynt að koma í veg fyrir röskun grænna svæða, lagt áherslu á friðun náttúruminja og að íbúum sé auðveldað að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl, svo fátt eitt sé nefnt. Oft hefur verið á brattann að sækja og lítill hljómgrunnur meðal stjórnmálamanna víða í flokkum. Nú ber svo við að flestir flokkar vilja nú setja umhverfismál á oddinn og ber því að fagna. Ég vona bara að ekki fari fyrir umhverfismálunum, eins og menntamálum í gegnum árin: að þau séu bara mikilvæg á tyllidögum en efndir svo ekki samkvæmt því. Vinstri hreyfingin grænt framboð er græn í gegn og er sá flokkur sem alltaf sett umhverfismálin á oddinn. Með því að velja VG til forystu í komandi sveitarstjórnarkosningum tryggjum við efndir.

Megið þið öll njóta sumarsins í heilnæmu umhverfi.

Efnisorðefst á baugikosningarumræðanvg
Aðsent
24/04/2018
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikosningarumræðanvg

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.