• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Umhverfismál á tyllidögum?

Umhverfismál á tyllidögum?
ritstjorn
24/04/2018

Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.

Ágætu Kópavogsbúar.

Nú þegar vetur kveður og sumar heilsar, með grænkandi jörð, leitar hugur og hjarta bæjarbúa út í náttúruna. Í útiverunni verður því miður ýmislegt óskemmtilegt á vegi okkar; alls kyns rusl, sem fýkur um, flækist í gróðri, flýtur í lækjum og endar að stórum hluta á hafi úti ef ekkert er að gert. Stór hluti þessa rusls er plast sem veldur ómældum skaða og safnast upp í hafi og lífríki. Það er mikilvægt að við öll reynum að stemma stigu við því.

Í nóvember 2017 lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að gerð verði áætlun um hvernig hægt væri að minnka sem mest notkun á einnota plasti í bænum, með samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga, svo og átak um hreinsun plasts af landi, úr sjó og fjörum. Þetta er mjög mikilvægt mál, sem ég vona að fari fljótt á skrið.

Við getum líka hvert og eitt lagt okkar af mörkum með því að minnka það plast sem við notum og með því að plokka í kring um heimili okkar á meðan við njótum útiveru og gert þannig umhverfi okkar hreinna og fallegra.

Hef staðið vaktina um mun gera áfram

Um árabil hef ég reynt að standa vaktina fyrir umhverfið í Kópavog, reynt að koma í veg fyrir röskun grænna svæða, lagt áherslu á friðun náttúruminja og að íbúum sé auðveldað að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl, svo fátt eitt sé nefnt. Oft hefur verið á brattann að sækja og lítill hljómgrunnur meðal stjórnmálamanna víða í flokkum. Nú ber svo við að flestir flokkar vilja nú setja umhverfismál á oddinn og ber því að fagna. Ég vona bara að ekki fari fyrir umhverfismálunum, eins og menntamálum í gegnum árin: að þau séu bara mikilvæg á tyllidögum en efndir svo ekki samkvæmt því. Vinstri hreyfingin grænt framboð er græn í gegn og er sá flokkur sem alltaf sett umhverfismálin á oddinn. Með því að velja VG til forystu í komandi sveitarstjórnarkosningum tryggjum við efndir.

Megið þið öll njóta sumarsins í heilnæmu umhverfi.

Efnisorðefst á baugikosningarumræðanvg
Aðsent
24/04/2018
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikosningarumræðanvg

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.