Umhverfismál á tyllidögum?

Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.

Ágætu Kópavogsbúar.

Nú þegar vetur kveður og sumar heilsar, með grænkandi jörð, leitar hugur og hjarta bæjarbúa út í náttúruna. Í útiverunni verður því miður ýmislegt óskemmtilegt á vegi okkar; alls kyns rusl, sem fýkur um, flækist í gróðri, flýtur í lækjum og endar að stórum hluta á hafi úti ef ekkert er að gert. Stór hluti þessa rusls er plast sem veldur ómældum skaða og safnast upp í hafi og lífríki. Það er mikilvægt að við öll reynum að stemma stigu við því.

Í nóvember 2017 lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að gerð verði áætlun um hvernig hægt væri að minnka sem mest notkun á einnota plasti í bænum, með samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga, svo og átak um hreinsun plasts af landi, úr sjó og fjörum. Þetta er mjög mikilvægt mál, sem ég vona að fari fljótt á skrið.

Við getum líka hvert og eitt lagt okkar af mörkum með því að minnka það plast sem við notum og með því að plokka í kring um heimili okkar á meðan við njótum útiveru og gert þannig umhverfi okkar hreinna og fallegra.

Hef staðið vaktina um mun gera áfram

Um árabil hef ég reynt að standa vaktina fyrir umhverfið í Kópavog, reynt að koma í veg fyrir röskun grænna svæða, lagt áherslu á friðun náttúruminja og að íbúum sé auðveldað að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl, svo fátt eitt sé nefnt. Oft hefur verið á brattann að sækja og lítill hljómgrunnur meðal stjórnmálamanna víða í flokkum. Nú ber svo við að flestir flokkar vilja nú setja umhverfismál á oddinn og ber því að fagna. Ég vona bara að ekki fari fyrir umhverfismálunum, eins og menntamálum í gegnum árin: að þau séu bara mikilvæg á tyllidögum en efndir svo ekki samkvæmt því. Vinstri hreyfingin grænt framboð er græn í gegn og er sá flokkur sem alltaf sett umhverfismálin á oddinn. Með því að velja VG til forystu í komandi sveitarstjórnarkosningum tryggjum við efndir.

Megið þið öll njóta sumarsins í heilnæmu umhverfi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór