Umhverfismál á tyllidögum?

Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna og bæjarfulltrúi.

Ágætu Kópavogsbúar.

Nú þegar vetur kveður og sumar heilsar, með grænkandi jörð, leitar hugur og hjarta bæjarbúa út í náttúruna. Í útiverunni verður því miður ýmislegt óskemmtilegt á vegi okkar; alls kyns rusl, sem fýkur um, flækist í gróðri, flýtur í lækjum og endar að stórum hluta á hafi úti ef ekkert er að gert. Stór hluti þessa rusls er plast sem veldur ómældum skaða og safnast upp í hafi og lífríki. Það er mikilvægt að við öll reynum að stemma stigu við því.

Í nóvember 2017 lagði ég fram tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að gerð verði áætlun um hvernig hægt væri að minnka sem mest notkun á einnota plasti í bænum, með samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga, svo og átak um hreinsun plasts af landi, úr sjó og fjörum. Þetta er mjög mikilvægt mál, sem ég vona að fari fljótt á skrið.

Við getum líka hvert og eitt lagt okkar af mörkum með því að minnka það plast sem við notum og með því að plokka í kring um heimili okkar á meðan við njótum útiveru og gert þannig umhverfi okkar hreinna og fallegra.

Hef staðið vaktina um mun gera áfram

Um árabil hef ég reynt að standa vaktina fyrir umhverfið í Kópavog, reynt að koma í veg fyrir röskun grænna svæða, lagt áherslu á friðun náttúruminja og að íbúum sé auðveldað að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl, svo fátt eitt sé nefnt. Oft hefur verið á brattann að sækja og lítill hljómgrunnur meðal stjórnmálamanna víða í flokkum. Nú ber svo við að flestir flokkar vilja nú setja umhverfismál á oddinn og ber því að fagna. Ég vona bara að ekki fari fyrir umhverfismálunum, eins og menntamálum í gegnum árin: að þau séu bara mikilvæg á tyllidögum en efndir svo ekki samkvæmt því. Vinstri hreyfingin grænt framboð er græn í gegn og er sá flokkur sem alltaf sett umhverfismálin á oddinn. Með því að velja VG til forystu í komandi sveitarstjórnarkosningum tryggjum við efndir.

Megið þið öll njóta sumarsins í heilnæmu umhverfi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,