Umhverfisvænn landbúnaður

Dóra Björt Guðjónsdóttir, 3. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Við Píratar erum umhverfisvænn flokkur og var loftslagsstefna okkar metin af óháðum aðilum sem besta loftslagsstefna íslenskra flokka.

Þetta er í takt við alla okkar stefnumótun sem tekur ætíð mið af umhverfismálum. Við viljum umhverfisstefnu án undanþágu.

Landbúnaðarstefnan okkar er í takt við þetta og er hún ekki bara frábær fyrir neytendur heldur einnig gríðarlega umhverfisvæn og miðar að því að styðja við nýliðun og nýsköpun í landbúnaði.

Við viljum breyta landbúnaðarkerfinu því eitt geta bændur og neytendur verið sammála um: Núverandi kerfi er ekki að virka. Við viljum halda sama stuðningi við bændur en breyta stuðningskerfinu yfir í grunnstuðning fyrir virka bændur sem myndi auðvelda ungum og nýjum bændum að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Í dag er erfitt að hefja búskap og í raun bara í hendi þeirra sem þegar hafa mikið fjármagn á bak við sig í upphafi. Þetta grefur undan nýsköpun og nýliðun.

Hinn hluti hins nýja stuðningskerfis væru hvatatengdir styrkir sem myndu meðal annars miða af endurheimt votlendis, lífrænni ræktun, skógrækt sem og nýliðun. Við þurfum að endurheimta votlendið, rækta skóg og vinna gegn landfoki til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfismálum.

Þriðji liður okkar umhverfisvænu stefnu er að fella niður tolla á landbúnaðarvörum í áföngum. Margir halda að aukinn innflutningur á landbúnaðarafurðum væri óumhverfisvænn en svo er ekki og það sýna einfaldlega gögn. Hér haldast hagsmunir neytenda og umhverfisins í hendur.

Nýsköpun er nauðsynleg til að geta átt góða framtíð hér á þessu litla en yndislega landi og við þurfum að styðja við framkvæmdir nýrra hugmynda, í þessu tilfelli við unga bændur. Hugsum nýtt og þorum að standa með umhverfinu og lækkum á sama tíma matvælaverð. Náttúran á alltaf að njóta vafans.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér