Umhverfisviðurkenning: Lundur 86-92

Viðurkenning fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði

2
Lundur 86-92

Árið 2009 hlutu arkitektarnir Guðmundur Gunnlaugsson hjá Archus og Gunnar Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektum, teiknistofunni Stórhöfða 17, umhverfisverðlaun Kópavogs fyrir Lund nr. 1-3. Að þessu sinni hljóta hönnuðir og byggingaraðili þann heiður aftur fyrir húsin Lund nr. 86-92 sem bera heildarsvipmót hinna húsanna, en eru þó lægri bygging; frá þremur upp í fimm hæðir auk kjallara. Byggingaraðilar húsanna eru Gylfi Héðinsson og Gunnar Þorláksson hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf sem hafa frá byrjun lagt áherslu á að þarna myndu rísa metnaðarfull og nútímaleg fjölbýlishús í hæsta gæðaflokki. Arkitektar húsanna vildu koma á framfæri þakklæti fyrir að fá tækifæri að aðkomu að því að skapa sérstaklega vönduð hús og það góða samstarf við byggingaraðila sem og hið frábæra starfslið á Skipulags- og byggingardeild Kópavogs. Eru arkitektar og húsbyggjendur sammála um að fagleg og góð vinna hafa átt sér stað í alla staði.

Húsin Lundi nr. 86-92 eru ein af þremur svipuðum byggingum sem raðast inn á svæðið í neðri hluta svæðisins sem snýr að skógi og munu ná frá rað- og parhúsum austast og vestur að Hafnarfjarðarvegi. Í hverri húsaþyrpingu eru þrjú hús með mismunandi útlit og form með alls um fimmtíu íbúðir. Hver íbúð á bílastæði í kjallara og eru íbúðir af mörgum gerðum og stærðum. Húsin eru klædd hvítu báruáli á aðalflötum með ívafi af dökkgráu áli og flötum með viðarklæðningum til dæmis inni á svölum. Svalir eru rúmgóðar og hægt að setja upp nokkurskonar sólskála til varnar veðri og vindum. Þar sem eru altangangar eru þeir einnig glerskýldir. Útlit húsanna á að undirstrika leikgleði og fjölbreytileika sem býður sífellt upp á nýtt sjónarhorn og upplifun, jafnt fyrir íbúa sem umhverfið.

3

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að