• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Umhverfisviðurkenningar Kópavogs afhentar

Umhverfisviðurkenningar Kópavogs afhentar
ritstjorn
28/08/2015

Baugakór er gata ársins í Kópavogi. Valið var kynnt þegar umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst.

Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar flutti ávarp og afhenti viðurkenningarnar ásamt Margréti Friðriksdóttur forseta bæjarstjórnar og Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs. Þá var haldið í vettvangsferð á slóðir verðlaunahafa, hús og lóðir skoðaðar. Einnig var stoppað við Dalveg þar sem sett hefur verið upp fróðleiksskilti um Framfarafélag Kópavogs.

Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.

Baugakór er hringlaga gata þar sem markmiðið með hönnun götunnar var að sem flestir íbúar hefðu útsýni og aðgengi að hjarta götunnar, bæjargarði sem nýtist til leikja og útiveru. Í umsögn segir meðal annars: „Sérstaklega hafa íbúar fangað anda hringsins með því að sinna nærumhverf sínu með gróðri og efnisvali bygginga.“

Auk götu ársins voru veittar viðurkenningar fyrir hönnun, umhirðu húss og lóðar, frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæðum og umhirðu húss og lóðar.

Viðurkenningar umverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og bæjarstjórnar Kópavogs

Hönnun:

Austurkór 63-65. Hönnun KRark arkitektar ehf. Byggingaraðili: Dverghamrar ehf.

Fagraþing 5. Hönnun EON arkitektar ehf. Byggingaraðili: Kári Stefánsson.

Fagraþing 14. Hönnun Arkitekto ehf. Friðrik Guðmundsson og Gitte Jacobsen.

Kópavogstún 10-12. Hönnun KRark arkitektar ehf. Byggingaraðili: MótX ehf.

Umhirða húss og lóðar:

Hjallabrekka 6. Alda Möller og Derek Mundell.

Kaldalind 1. Ásdís A. Gottskálksdóttir, Ægir Finnbogason.

Lækjasmári 8. Húsfélagið Lækjarsmára 8.

Framlag til umhverfissmála:

Kríunes, Björn Ingi Stefánsson.

Álfhólsskóli.

Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði

Frostaþing 6. Hönnuður Anna S. Jóhannsdóttir og Richard Ó. Briem, VA arkitektar eht. Eigendur Dagrún Briem og Guðjón Gústafsson.

Aflakór 21 – 23. Hönnuðuru Tangram arkitektar ehf. Eigendur Ögurhvarf ehf.

Þorrasalir 17. Hönnuður Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Eigendur Mannverk eht.

Gata ársins:

Baugakór.

Umhverfisvidurkenning2015_3

Hluti verðlaunahafa ásamt fulltrúum Kópavogsbæjar.

 

Efnisorðefst á baugiumhverfisviðurkenning
Fréttir
28/08/2015
ritstjorn

Efnisorðefst á baugiumhverfisviðurkenning

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Reykjanesbraut verði sett í stokk

    Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Listi Samfylkingar samþykktur

    Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 1....

    ritstjorn 04/04/2022
  • Lesa meira
    Reitur 13: Bæjarfulltrúi leiðréttur af verktökum

    Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum 14. mars sl. að vinnslu­til­laga að skipu­lagi á svoköll­uðum reit 13...

    ritstjorn 03/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.