Umhverfisviðurkenningar Kópavogs afhentar

Baugakór er gata ársins í Kópavogi. Valið var kynnt þegar umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst.

Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar flutti ávarp og afhenti viðurkenningarnar ásamt Margréti Friðriksdóttur forseta bæjarstjórnar og Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs. Þá var haldið í vettvangsferð á slóðir verðlaunahafa, hús og lóðir skoðaðar. Einnig var stoppað við Dalveg þar sem sett hefur verið upp fróðleiksskilti um Framfarafélag Kópavogs.

Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.

Baugakór er hringlaga gata þar sem markmiðið með hönnun götunnar var að sem flestir íbúar hefðu útsýni og aðgengi að hjarta götunnar, bæjargarði sem nýtist til leikja og útiveru. Í umsögn segir meðal annars: „Sérstaklega hafa íbúar fangað anda hringsins með því að sinna nærumhverf sínu með gróðri og efnisvali bygginga.“

Auk götu ársins voru veittar viðurkenningar fyrir hönnun, umhirðu húss og lóðar, frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæðum og umhirðu húss og lóðar.

Viðurkenningar umverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og bæjarstjórnar Kópavogs

Hönnun:

Austurkór 63-65. Hönnun KRark arkitektar ehf. Byggingaraðili: Dverghamrar ehf.

Fagraþing 5. Hönnun EON arkitektar ehf. Byggingaraðili: Kári Stefánsson.

Fagraþing 14. Hönnun Arkitekto ehf. Friðrik Guðmundsson og Gitte Jacobsen.

Kópavogstún 10-12. Hönnun KRark arkitektar ehf. Byggingaraðili: MótX ehf.

Umhirða húss og lóðar:

Hjallabrekka 6. Alda Möller og Derek Mundell.

Kaldalind 1. Ásdís A. Gottskálksdóttir, Ægir Finnbogason.

Lækjasmári 8. Húsfélagið Lækjarsmára 8.

Framlag til umhverfissmála:

Kríunes, Björn Ingi Stefánsson.

Álfhólsskóli.

Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði

Frostaþing 6. Hönnuður Anna S. Jóhannsdóttir og Richard Ó. Briem, VA arkitektar eht. Eigendur Dagrún Briem og Guðjón Gústafsson.

Aflakór 21 – 23. Hönnuðuru Tangram arkitektar ehf. Eigendur Ögurhvarf ehf.

Þorrasalir 17. Hönnuður Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Eigendur Mannverk eht.

Gata ársins:

Baugakór.

Umhverfisvidurkenning2015_3
Hluti verðlaunahafa ásamt fulltrúum Kópavogsbæjar.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar