Umhverfisviðurkenningar Kópavogs veittar.

Allt frá árinu 1964 hefur Kópavogsbær veitt umhverfisviðurkenningar í bænum. Í byrjun voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi, fallegustu garðana eða lóðir bæjarins en nú geta einstaklingar, félagasamtök og/eða fyrirtæki fengið viðurkenningar fyrir framlög sín til umhverfismála. Veitt eru viðurkenningar fyrir umhirðu húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæðum, framlag til ræktunarmála og framlag til umhverfis og samfélags.

Umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar voru veittar í gær.
Umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar voru veittar í gær.

Að þessu sinni fengu skólarnir Kársnesskóli, Smáraskóli, Vatnsendaskóli og Menntaskólinn í Kópavogi viðurkenningar fyrir framlag sitt til umhverfismála. Skólarnir hafa með ýmsum hætti lagt mikla áherslu á umhverfismál, svo sem með fræðslu, flokkun sorps og snyrtilegu umhverfi.

Skólastjórnendur Smáraskóla telja umhverfisvitund nemenda hafa aukist.
Skólastjórnendur Smáraskóla telja umhverfisvitund nemenda hafa aukist.

Smáraskóli hefur verið þátttakandi í verkefni með sjö öðrum grunnskólum í Evrópu sem gengur út á að efla skilning nemenda á mikilvægi þess að fara vel með orkulindir okkar. Auk þess hefur skólinn verið þátttakandi í verkefninu „Skólar á grænni grein.“  Starf undangenginna ára hefur skilað sér á margvíslegan hátt inn í skólastarfið. Dregið hefur úr þei úrgangi sem fer frá skólanum, meðal annars með notkun einnota umbúða. Umtalsverðu magni af lífrænum úrgangi hefur verð skilað til moltugerðar, flokkun, endurvinnsla og endurnýting pappírs hefur aukist, náðst hefur fram sparnaður í orkunotkun (bæði hita og rafmagni) og telja skólastjórnendur merjanlega aukna umhverfisvitund nemenda. Við skólaslit í byrjun sumars flaggaði Smáraskóli Grænfánanum í fyrsta sinn til marks um það góða starf sem starfsfólk og nemendur skólans hafa unnið á þessu sviði á síðastliðnum árum.

Á hverju ári er haldin sérstök umhverfisvika með fyrirlestrum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Á hverju ári er haldin sérstök umhverfisvika með fyrirlestrum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Menntaskólinn í Kópavogi setti sér umhverfisstefnu árið 2006 undir yfirskriftinni: „Göngum hreint til verks.“ Í öllu skólastarfi skólans er leitast við að sinna umbótumm í umhverfismálum og vinna að umhverfistengdum verkefnum. Skólinn tók þátt í erlendu samstarfsverkefni um umhverfismál skólaárið 2009-2010 en það verkefni sem upp úr stendur á þessu sviði innan skólans er árleg umhverfisvika sem haldin er á haustönn. Umhverfisvikan er birtingarmynd af jákvæðu sastarfi kennara og nemenda skólans um umhverfismál. Að jafnaði eru tveir til þrír fyrirlestrar daglega í umhverfisvikunni þar sem fengnir eru sérfræðingar utan skólans til að fjalla um einstaka þætti umhverfismála.

Í tilefni dagsins var einnig afhjúpað fræðsluskilti um bæinn Fífuhvamm en hann stóð þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Fyrr á árinu voru sett upp fræðsluskilti við Kópavogstún og smábátahöfnina.

Ómar Stefánsson,varaformaður bæjarráðs,  afhjúpaði skjöld þar sem fram kemur að Lindasmári er gata ársins 2013.
Ómar Stefánsson,varaformaður bæjarráðs, afhjúpaði skjöld þar sem fram kemur að Lindasmári er gata ársins 2013.
Íbúar við Lindasmára.
Íbúar við Lindasmára.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn