• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

„Miklir möguleikar ef Sorpa verður flutt frá Dalveginum.“

„Miklir möguleikar ef Sorpa verður flutt frá Dalveginum.“
ritstjorn
28/09/2013
Theodóra Þorsteinsdóttir,  Lögfræðingur og áhugamanneskja um Kópavog.

Theodóra Þorsteinsdóttir,
Lögfræðingur og í Y-lista Kópavogsbúa.

Undanfarin ár hef ég skrifað eina og eina grein um bæjarfélagið mitt Kópavog.  Að mestu hafa þær fjalla um ferðaþjónustu í Kópavogi, verslun og þjónustu á miðju höfuðborgarsvæðinu og undirbúning að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Á þessu hef ég mikinn áhuga og mig langar að skapa umræður á meðal bæjarbúa um bæinn okkar, um skipulagsmál, um viðburði, um skólamál, um íþróttafélögin og almennt um þróun og uppbyggingu í Kópavogi. Ekki til að gagnrýna heldur til að við hjálpumst að við að þróa bæjarfélagið. Við getum kallað það almenningsstjórnmál, eins og einhver sagði. Við erum svo sannalega ekki komin á endastöð í þróun og uppbyggingu í Kópavogi og tilefni greinarinnar í dag er Dalvegurinn, en fyrst aðeins að mér sjálfri.

Ég bý í Lindahverfi, því sæki ég mest alla þjónustu í Lindir, Smárahverfið og efri byggðir Kópavogs. Ég versla matvöru m.a í Krónunni, Bónus og Kosti. Finnst þæginlegt að hafa Lyfju, Sýslumanninn, Pósthúsið og öll hin fyrirtækin í nágrenninu. Freistast stundum á Smáratorgi eða í Smáralind á leiðinni heim og sæki í Turninn í auknu mæli. Heilsugæslan og Læknavaktin er í göngufæri, fisksalinn, fatahreinsun, föndurbúðin og allar hinar verslanirnar í stafrófinu eru hér allt í kring um mig.

Ef við horfum á Dalveginn í heild þá höfum við tvær stórar akkerisverslanir á sitthvorum endanum, annars vegar Smáralind og hins vegar Byko. Þar á milli er eitt flottasta og dýrasta verslunar- og þjónustusvæði á höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging á eftir að eiga sér stað þar sem gróðrarstöðin Birkihlíð stóð en nær Smáratorgi er mikil gróska í verslun og þar er einnig fjöldi veitingastaða. Á nitjándu hæð í Turninum við Smáratorg er veitingastaður sem er að hasla sér völl í markaðssetningu meðal ferðamanna og kynnir sig sem The Tower Restaurant, „It is the highest restaurant in Iceland with spectacular view to the sea and the beautiful mountain circle.“

Smáralind, Smáratorg, Dalvegur og Smiðjuhverfi er ekki bara verslunarsvæði á miðju höfuðborgarsvæðinu heldur verður klárlega miðstöð verslunar og þjónustu fyrir stór-höfuðborgarsvæðið á næstu árum. Við höfum alla burði til að ná þeirri forystu, fjölga fyrirtækjum og um leið hækka atvinnustigið í bænum okkar.

Eitt er þó sem ég staldra við og hef gert í nokkur ár, það er staðsetning Sorpu á Dalveginum. Við erum með móttökustöð fyrir rusl og endurvinnslu á verðmætasta verslunarsvæðinu á landinu. Að mínu mati er ekki skynsamlegt að hafa slíka starfsemi á Dalveginum. Það fer ekki saman að hafa þessa miklu umferð gámabíla akandi um aðal verslunarsvæðið í Kópavogi. Það er ekki snyrtilegt, óspennandi fyrir fyrirtækin í nágrenninu og beinlínis hættulegt.

Ég veit ekki um neitt annað bæjarfélag sem hefur móttökustöð fyrir rusl og endurvinnslu á aðal verslunarsvæðinu hjá sér. Ég tala um aðal verslunarsvæði því miðbær Kópavogs er skilgreindur í Hamraborg.. Engar ákvarðanir né umræður hafa verið um að flytja Sorpu af Dalveginum, sem mér finnst miður. Það þyrfti ekki að fara mjög langt með Sorpu, t.d upp við Áhaldahús eða á aðrar slóðir, það þarf bara vilja til að finna út úr því.

Ég sé fyrir mér mikla möguleika ef Sorpa verður flutt.  Þetta er skjólgott svæði í nálægð við fallegt grænt svæði í tengingu við göngustíga og fallegt útivistarsvæði. Hvort sem þarna yrði grænt torg með kaffihúsi eða lágreist verslunarhúsnæði er ljóst að það mun lyfta svæðinu mikið að fá þarna aðra og hentugri starfsemi.

Nú langar mig til að spyrja ykkur Kópavogsbúa hvað ykkur finnst um staðsetningu Sorpu á Dalvegi?

Theodóra Þorsteinsdóttir
Lögfræðingur og í Y- Lista Kópavogsbúa

Efnisorð
Aðsent
28/09/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.