UMSK Mótið 2013

umsk-mynd

UMSK mótið í handbolta karla og kvenna fer fram dagana 29 ágúst – 1 september í íþróttahúsi HK í Digranesi.

Á  mótinu leika þau lið sem eru innan raða UMSK en þau eru HK, Stjarnan, Grótta og Afturelding.

Kvennamegin gátu Stjarnan og Grótta ekki tekið þátt þetta árið og koma inn í staðinn Haukar og FH sem gestalið.

Liðin leika þrjá leiki hvert og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem hefur flest stig að móti loknu, ef lið eru jöfn að stigum ræður innbyrðisviðureign.

Glæsilegir farandbikarar og eignarbikarar eru veittir fyrir UMSK meistara karla og kvenna og einnig verða veitt einstaklingsverðlaun.

Allir leikir fara fram í Digranesi, íþróttahúsi HK og er frítt á alla leiki mótsins fyrir áhorfendur.

Leikjaplan UMSK mótsins 2013

Fimmtudagur 29.08
HK – Haukar kvk

18:00

FH – UMFA kvk

20:00

Föstudagur 30.08
Grótta – Stjarnan kk

18:00

UMFA – HK kk

20:00

Laugardagur 31.08
Haukar – FH kvk

11:00

UMFA – HK kvk

13:00

Stjarnan – UMFA kk

15:00

HK – Grótta kk

17:00

Sunnudagur 1.09
Haukar –  UMFA kvk

10:00

HK – FH kvk

12:00

HK – Stjarnan kk

14:00

UMFA – Grótta kk

16:00

Verðlaunaafhending

18:00

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar