Undirgöngin nötra á ný.

Undirheimar Kópavogs nötra á ný.
Undirheimar Kópavogs nötra á ný.

Mekka pönksins á Íslandi eru vafalaust undirgöngin í Kópavogi við Digranesveg. Þar komu pönkarar saman, þegar diskóið var að líða undir lok, og drukku eitthvað allt annað en malt. Oft nötruðu undirgöngin af skerandi öskrum pönkaranna í engum takti við hávært gítarglamur í einhvers konar tónlistargjörningi. Þetta var tryllt, skapandi orka sem reyndist mörgum skaðleg – en út úr henni kom líka pönkhljómsveitin Fræbbblarnir svo fátt eitt megi telja.

Pönkið er löngu dautt en undirgöngin lifa.

Nú ætla ungir og efnilegir tónlistarmenn Kópavogs að hefja undirgöngin aftur til vegs og virðingar með því að blása til tónleikahalds. Næsta fimmtudag, 25. júlí, verða semsagt haldnir trylltir raftónleikar í undirgöngunum við Hamraborg, undir Digranesveg.  Tónleikarnir hefjast kl 19:00 og er aðgangur ókeypis.

Tónlistamennirnir sem fram koma eru:

RAFMAGNÚS
MUDD MOBB
KRAKKBOT
DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP

Undirheimarnir nötra á ný.   Góða skemmtun.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á