Undirskriftarlisti afhentur bæjarstjóra

2013-07-24-1141Fulltrúar þeirra sem staðið hafa að undirskriftarsöfnun nýlega í bænum gegn breyttum áformum um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum bæjarins afhentu í morgun bæjarstjóra undirskriftir tæplega 3000 manns.  Svohljóðandi yfirlýsing var lesin upp fyrir bæjarstjóra þegar undirskriftirnar voru afhentar:

Ágæti bæjarstjóri!

Við komum hér á þinn fund með undirskriftalista tæplega 3000 manna og kvenna, sem stundað hafa líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs svo árum skiftir. Þessi undirskriftasöfnun, sem gekk undir heitinu Stöndum saman, hófst fyrir mánuði þegar allt benti til þess að fyrir dyrum stæði tugprósenta hækkun á árskortum í líkamsræktina með nýjum rekstraraðila. Þá var nýlokið við að kynna niðurstöðu útboðs, sem Kópavogsbær stóð að, um aðstöðu til líkamsræktar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug.

Okkur er raunar óskiljanlegt að bæjaryfirvöld hér í Kópavogi skuli láta Samkeppnisstofnun ráða hér för, en treysti sér ekki til að ráða yfir sínum eigin fyrirtækjum og hvernig þau eru rekin.

Miðað við umræður sem verið hafa um þessi mál, þá óttumst við tugþúsunda hækkanir ef nýr rekstraraðili kemur að málinu og því mótmælum við harðlega. Við lýsum fyllsta stuðningi við þann rekstraraðila sem rekið hefur líkamsræktina svo árum skiptir með myndarbrag og á mjög sanngjörnu verði fyrir okkur neytendur.

Við skorum á bæjarstjórn Kópavogs að standa með okkur bæjarbúum og stuðla þannig að því að Kópavogsbúar geti stundað líkamsrækt á viðráðanlegu verði hér eftir sem hingað til.

Fyrir hönd, Stöndum saman

Guðmundur Oddsson
Arnar Aðalsteinsson
Arnar Björnsson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Viðar Ólafsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á