Undirskriftarlisti afhentur bæjarstjóra

2013-07-24-1141Fulltrúar þeirra sem staðið hafa að undirskriftarsöfnun nýlega í bænum gegn breyttum áformum um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum bæjarins afhentu í morgun bæjarstjóra undirskriftir tæplega 3000 manns.  Svohljóðandi yfirlýsing var lesin upp fyrir bæjarstjóra þegar undirskriftirnar voru afhentar:

Ágæti bæjarstjóri!

Við komum hér á þinn fund með undirskriftalista tæplega 3000 manna og kvenna, sem stundað hafa líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs svo árum skiftir. Þessi undirskriftasöfnun, sem gekk undir heitinu Stöndum saman, hófst fyrir mánuði þegar allt benti til þess að fyrir dyrum stæði tugprósenta hækkun á árskortum í líkamsræktina með nýjum rekstraraðila. Þá var nýlokið við að kynna niðurstöðu útboðs, sem Kópavogsbær stóð að, um aðstöðu til líkamsræktar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug.

Okkur er raunar óskiljanlegt að bæjaryfirvöld hér í Kópavogi skuli láta Samkeppnisstofnun ráða hér för, en treysti sér ekki til að ráða yfir sínum eigin fyrirtækjum og hvernig þau eru rekin.

Miðað við umræður sem verið hafa um þessi mál, þá óttumst við tugþúsunda hækkanir ef nýr rekstraraðili kemur að málinu og því mótmælum við harðlega. Við lýsum fyllsta stuðningi við þann rekstraraðila sem rekið hefur líkamsræktina svo árum skiptir með myndarbrag og á mjög sanngjörnu verði fyrir okkur neytendur.

Við skorum á bæjarstjórn Kópavogs að standa með okkur bæjarbúum og stuðla þannig að því að Kópavogsbúar geti stundað líkamsrækt á viðráðanlegu verði hér eftir sem hingað til.

Fyrir hönd, Stöndum saman

Guðmundur Oddsson
Arnar Aðalsteinsson
Arnar Björnsson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Viðar Ólafsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fannborg 7-9
file-3
skidi
DCIM100GOPRO
Marbakkabraut_1
Elskhuginnn 009
Hjordis
Okkar Kópavogur
1897935_711446095578971_6609896742284474007_n