Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi benda Pírötum á 21. öldina

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz,
formaður Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.

Rannveig – Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi lýsa yfir hneykslun sinni á kynjahlutfalli framboðslista Pírata í Kópavogi. Á 14 manna lista er aðeins ein kona. Þetta þykir Rannveigu til háborinnar skammar.

Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Jafnt hlutfall beggja kynja innan stjórnsýslunnar er mikilvægt til þess að tryggja sem mesta fjölbreytni og tryggja börnum og unglingum góðar fyrirmyndir.

Kynjahlutföll á lista Pírata minna á framboðslista frá því um miðja síðustu öld. Rannveig vill benda á að 21. öldin skall á fyrir 14 árum síðan og leggja til að Píratar í Kópavogi nútímavæðist og bjóði kynjafnrétti velkomið.

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz
Formaður Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn