Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi benda Pírötum á 21. öldina

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz,
formaður Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.

Rannveig – Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi lýsa yfir hneykslun sinni á kynjahlutfalli framboðslista Pírata í Kópavogi. Á 14 manna lista er aðeins ein kona. Þetta þykir Rannveigu til háborinnar skammar.

Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Jafnt hlutfall beggja kynja innan stjórnsýslunnar er mikilvægt til þess að tryggja sem mesta fjölbreytni og tryggja börnum og unglingum góðar fyrirmyndir.

Kynjahlutföll á lista Pírata minna á framboðslista frá því um miðja síðustu öld. Rannveig vill benda á að 21. öldin skall á fyrir 14 árum síðan og leggja til að Píratar í Kópavogi nútímavæðist og bjóði kynjafnrétti velkomið.

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz
Formaður Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem