Unglingalandsmótsmeistarar 2013.

Breiðabliksdrengir úr 10. og 11. flokki í körfubolta settu saman lið til að keppa á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði daganna 2-5 ágúst.

Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.
Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.

Liðið kölluðu þeir Denver Chicken Nuggets, sem skipað var af þeim Breka Gylfasyni, Brynjari Karli Ævarssyni, Matthíasi Karelssyni, Oddi Ólafssyni, Snorra Vignissyni, Bjarna Eiríkssyni, Víkingi Angatýssyni, Arnari Magnússyni og Hafþóri Sigurðarsyni, en hann býr í Bandaríkjunum.

Strákarnir kepptu þrjá leiki á föstudeginum, tvo á laugardeginum og unnu þá alla með töluverðum yfirburðum.

Á sunnudeginum mættu þeir Snæfelli í undanúrslitunum sem þeir sigruðu örugglega og fóru síðan í úrslitaleikinn á móti Fjölni úr Grafavoginum og sigruðu þeir einnig þann leik og urðu þar með Ungliðalandsmótsmeistarar 2013 í flokki 15-16 ára.

Frábær árangur Breiðabliksdrengja og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum ungu leikmönnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Arna Schram
Afmæli
Theodora
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Bordtennis
kfrettir_200x200
Sigurbjorg-1
Helga Hauksdóttir
thelmaopnumynd12