Unglingalandsmótsmeistarar 2013.

Breiðabliksdrengir úr 10. og 11. flokki í körfubolta settu saman lið til að keppa á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði daganna 2-5 ágúst.

Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.
Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.

Liðið kölluðu þeir Denver Chicken Nuggets, sem skipað var af þeim Breka Gylfasyni, Brynjari Karli Ævarssyni, Matthíasi Karelssyni, Oddi Ólafssyni, Snorra Vignissyni, Bjarna Eiríkssyni, Víkingi Angatýssyni, Arnari Magnússyni og Hafþóri Sigurðarsyni, en hann býr í Bandaríkjunum.

Strákarnir kepptu þrjá leiki á föstudeginum, tvo á laugardeginum og unnu þá alla með töluverðum yfirburðum.

Á sunnudeginum mættu þeir Snæfelli í undanúrslitunum sem þeir sigruðu örugglega og fóru síðan í úrslitaleikinn á móti Fjölni úr Grafavoginum og sigruðu þeir einnig þann leik og urðu þar með Ungliðalandsmótsmeistarar 2013 í flokki 15-16 ára.

Frábær árangur Breiðabliksdrengja og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum ungu leikmönnum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór