Breiðabliksdrengir úr 10. og 11. flokki í körfubolta settu saman lið til að keppa á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði daganna 2-5 ágúst.
Liðið kölluðu þeir Denver Chicken Nuggets, sem skipað var af þeim Breka Gylfasyni, Brynjari Karli Ævarssyni, Matthíasi Karelssyni, Oddi Ólafssyni, Snorra Vignissyni, Bjarna Eiríkssyni, Víkingi Angatýssyni, Arnari Magnússyni og Hafþóri Sigurðarsyni, en hann býr í Bandaríkjunum.
Strákarnir kepptu þrjá leiki á föstudeginum, tvo á laugardeginum og unnu þá alla með töluverðum yfirburðum.
Á sunnudeginum mættu þeir Snæfelli í undanúrslitunum sem þeir sigruðu örugglega og fóru síðan í úrslitaleikinn á móti Fjölni úr Grafavoginum og sigruðu þeir einnig þann leik og urðu þar með Ungliðalandsmótsmeistarar 2013 í flokki 15-16 ára.
Frábær árangur Breiðabliksdrengja og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum ungu leikmönnum.