Unglingalandsmótsmeistarar 2013.

Breiðabliksdrengir úr 10. og 11. flokki í körfubolta settu saman lið til að keppa á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Höfn í Hornafirði daganna 2-5 ágúst.

Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.
Breiðabliksliðið Denver Chicken Nuggets gerði sér lítið fyrir og sigraði á Unglingalandsmótinu nýverð.

Liðið kölluðu þeir Denver Chicken Nuggets, sem skipað var af þeim Breka Gylfasyni, Brynjari Karli Ævarssyni, Matthíasi Karelssyni, Oddi Ólafssyni, Snorra Vignissyni, Bjarna Eiríkssyni, Víkingi Angatýssyni, Arnari Magnússyni og Hafþóri Sigurðarsyni, en hann býr í Bandaríkjunum.

Strákarnir kepptu þrjá leiki á föstudeginum, tvo á laugardeginum og unnu þá alla með töluverðum yfirburðum.

Á sunnudeginum mættu þeir Snæfelli í undanúrslitunum sem þeir sigruðu örugglega og fóru síðan í úrslitaleikinn á móti Fjölni úr Grafavoginum og sigruðu þeir einnig þann leik og urðu þar með Ungliðalandsmótsmeistarar 2013 í flokki 15-16 ára.

Frábær árangur Breiðabliksdrengja og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum ungu leikmönnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar