Unglingar í Kópavogi eru meiriháttar

Annað árið í röð vinna 10. bekkingar úr grunnskólum Kópavogs ötult mannúðarstarf í þágu nærsamfélagsins. Í ár bættist Salaskóli við, en Kársnesskóli var á sínu öðru ári. Í Salaskóla tók allur árgangurinn þátt í námskeiðinu Skyndihjálp og hjálparstarf þar sem nemendur taka skyndihjálparnámskeið, læra um Rauða krossinn og mannúðarstarf almennt og vinna síðan 6 klukkustundir í sjálfboðavinnu. Það er áberandi hversu vel upplýst ungmennin eru og jákvæð fyrir mannúðarstarfi.
Nemendur úr báðum skólum tóku þátt í starfi Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, Sunnuhlið, Roðasölum, Gullsmára og sum unnu í Fatabúðum Rauða krossins. Á öllum stöðum kynnast unglingarnir fólki sem getur verið félagslega einangrað og nýtur góðs af að vera í félagsskap annarra.  Lögð er áhersla á að unga fólkið taki virkan þátt á þeim stöðum sem þau koma og vinni sjálfboðið starf á borð við það sem aðrir sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna. Það getur verið krefjandi og út fyrir þægindaramma nemenda en þau hafa staðið sig með prýði og verið sjálfum sér, skólanum og Rauða krossinum til sóma.
Rauði krossinn í Kópavogi hefur um árabil lagt áherslu á að vinna gegn félagslegri einangrun en rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru útbreitt mein í samfélaginu og skerða lífslíkur og lífsgæði þeirra sem eru í slíkum aðstæðum. Unga fólkið í Kópavogi hefur verið að leggja sitt af mörkum undanfarnar vikur til að veita öðrum félagsskap og Rauði krossinn í Kópavogi hvetur alla til að brosa til ókunnugra, spjalla við fólk á förnum vegi og gera okkur öllum lífið bærilegra og ánægjulegra.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér