Unglingar í Kópavogi eru meiriháttar

Annað árið í röð vinna 10. bekkingar úr grunnskólum Kópavogs ötult mannúðarstarf í þágu nærsamfélagsins. Í ár bættist Salaskóli við, en Kársnesskóli var á sínu öðru ári. Í Salaskóla tók allur árgangurinn þátt í námskeiðinu Skyndihjálp og hjálparstarf þar sem nemendur taka skyndihjálparnámskeið, læra um Rauða krossinn og mannúðarstarf almennt og vinna síðan 6 klukkustundir í sjálfboðavinnu. Það er áberandi hversu vel upplýst ungmennin eru og jákvæð fyrir mannúðarstarfi.
Nemendur úr báðum skólum tóku þátt í starfi Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, Sunnuhlið, Roðasölum, Gullsmára og sum unnu í Fatabúðum Rauða krossins. Á öllum stöðum kynnast unglingarnir fólki sem getur verið félagslega einangrað og nýtur góðs af að vera í félagsskap annarra.  Lögð er áhersla á að unga fólkið taki virkan þátt á þeim stöðum sem þau koma og vinni sjálfboðið starf á borð við það sem aðrir sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna. Það getur verið krefjandi og út fyrir þægindaramma nemenda en þau hafa staðið sig með prýði og verið sjálfum sér, skólanum og Rauða krossinum til sóma.
Rauði krossinn í Kópavogi hefur um árabil lagt áherslu á að vinna gegn félagslegri einangrun en rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru útbreitt mein í samfélaginu og skerða lífslíkur og lífsgæði þeirra sem eru í slíkum aðstæðum. Unga fólkið í Kópavogi hefur verið að leggja sitt af mörkum undanfarnar vikur til að veita öðrum félagsskap og Rauði krossinn í Kópavogi hvetur alla til að brosa til ókunnugra, spjalla við fólk á förnum vegi og gera okkur öllum lífið bærilegra og ánægjulegra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar