Unglingar í Kópavogi eru meiriháttar

Annað árið í röð vinna 10. bekkingar úr grunnskólum Kópavogs ötult mannúðarstarf í þágu nærsamfélagsins. Í ár bættist Salaskóli við, en Kársnesskóli var á sínu öðru ári. Í Salaskóla tók allur árgangurinn þátt í námskeiðinu Skyndihjálp og hjálparstarf þar sem nemendur taka skyndihjálparnámskeið, læra um Rauða krossinn og mannúðarstarf almennt og vinna síðan 6 klukkustundir í sjálfboðavinnu. Það er áberandi hversu vel upplýst ungmennin eru og jákvæð fyrir mannúðarstarfi.
Nemendur úr báðum skólum tóku þátt í starfi Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, Sunnuhlið, Roðasölum, Gullsmára og sum unnu í Fatabúðum Rauða krossins. Á öllum stöðum kynnast unglingarnir fólki sem getur verið félagslega einangrað og nýtur góðs af að vera í félagsskap annarra.  Lögð er áhersla á að unga fólkið taki virkan þátt á þeim stöðum sem þau koma og vinni sjálfboðið starf á borð við það sem aðrir sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna. Það getur verið krefjandi og út fyrir þægindaramma nemenda en þau hafa staðið sig með prýði og verið sjálfum sér, skólanum og Rauða krossinum til sóma.
Rauði krossinn í Kópavogi hefur um árabil lagt áherslu á að vinna gegn félagslegri einangrun en rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru útbreitt mein í samfélaginu og skerða lífslíkur og lífsgæði þeirra sem eru í slíkum aðstæðum. Unga fólkið í Kópavogi hefur verið að leggja sitt af mörkum undanfarnar vikur til að veita öðrum félagsskap og Rauði krossinn í Kópavogi hvetur alla til að brosa til ókunnugra, spjalla við fólk á förnum vegi og gera okkur öllum lífið bærilegra og ánægjulegra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigvaldi Egill Lárusson
Marbakki2
Theodora
visindasmidjan2
1029247
Bragi-Halldorsson-Krossgatur
Hakon-Gunnarsson
WP_20150326_10_54_43_Raw
symposium-16-1005109