Unglingasveit Skákdeildar Breiðabliks Íslandsmeistarar 2018

I?slandsmo?t unglingasveita B-sveit Breiðabliks.

Íslandsmót unglingasveita fór fram í Garðaskóla í byrjun desember. Breiðablik sendi þrjár sveitir með iðkendum frá fyrstu bekkjum grunnskóla upp í þá efstu.

A-sveit Breiðabliks.

Í fyrstu umferð tefldu A og B sveitin saman og endaði sú viðureign með sigri þeirrar fyrr nefndu 3,5 – 0,5.  Í annari umferð var komið að viðureign við A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem er búin að vera samfelldur Íslandsmeistari í mörg ár þar til sú sigurganga var stöðvuð í fyrra.  Það er skemmst frá því að segja að A-sveit Breiðabliks vann stórsigur 3,5 – 0,5 og kom sér í ansi góða stöðu. Það sem eftir lifði móts gaf síðan A-sveit Breiðabliks engan grið og vann allar viðureignir í umferðum 3-7 með hreinu borði.

Lokastaðan:

  1. Skákdeild Breiðabliks A-sveit  27 af 28 mögulegum vinningum
  2. Taflfélag Reykjavíkur A-sveit 20,5 vinninga
  3. Skákfélagið Huginn A-sveit 19,5 vinninga
  4. Skákdeild Breiðabliks B-sveit 17 vinninga

B-sveit Breiðabliks varð Íslandsmeistari B-sveita og eðlilega unnu meðlimir A-sveitarinnar öll borðaverðlaunin.

A-sveit Breiðabliks

1.borð: Vignir Vatnar Stefánsson

2.borð: Stephan Briem

3.borð: Benedikt Briem

4.borð: Gunnar Erik Guðmundsson

B-sveit Breiðabliks

1.borð: Örn Alexandersson

2.borð: Ísak Orri Karlsson

3.borð: Tómas Möller

4.borð: Guðrún Fanney Briem

C-sveitin sem skipuð var iðkendum á aldrinum 5-9 ára stóð sig mjög vel og lenti í 10.sæti með 12,5 vinninga.

Liðstjórar voru Birkir Karl Sigurðsson og Kristófer Gautason.

B-sveit Breiðabliks.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á