Unglingasveit Skákdeildar Breiðabliks Íslandsmeistarar 2018

Íslandsmót unglingasveita fór fram í Garðaskóla í byrjun desember. Breiðablik sendi þrjár sveitir með iðkendum frá fyrstu bekkjum grunnskóla upp í þá efstu.

A-sveit Breiðabliks.

Í fyrstu umferð tefldu A og B sveitin saman og endaði sú viðureign með sigri þeirrar fyrr nefndu 3,5 – 0,5.  Í annari umferð var komið að viðureign við A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem er búin að vera samfelldur Íslandsmeistari í mörg ár þar til sú sigurganga var stöðvuð í fyrra.  Það er skemmst frá því að segja að A-sveit Breiðabliks vann stórsigur 3,5 – 0,5 og kom sér í ansi góða stöðu. Það sem eftir lifði móts gaf síðan A-sveit Breiðabliks engan grið og vann allar viðureignir í umferðum 3-7 með hreinu borði.

Lokastaðan:

  1. Skákdeild Breiðabliks A-sveit  27 af 28 mögulegum vinningum
  2. Taflfélag Reykjavíkur A-sveit 20,5 vinninga
  3. Skákfélagið Huginn A-sveit 19,5 vinninga
  4. Skákdeild Breiðabliks B-sveit 17 vinninga

B-sveit Breiðabliks varð Íslandsmeistari B-sveita og eðlilega unnu meðlimir A-sveitarinnar öll borðaverðlaunin.

A-sveit Breiðabliks

1.borð: Vignir Vatnar Stefánsson

2.borð: Stephan Briem

3.borð: Benedikt Briem

4.borð: Gunnar Erik Guðmundsson

B-sveit Breiðabliks

1.borð: Örn Alexandersson

2.borð: Ísak Orri Karlsson

3.borð: Tómas Möller

4.borð: Guðrún Fanney Briem

C-sveitin sem skipuð var iðkendum á aldrinum 5-9 ára stóð sig mjög vel og lenti í 10.sæti með 12,5 vinninga.

Liðstjórar voru Birkir Karl Sigurðsson og Kristófer Gautason.

B-sveit Breiðabliks.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér