Landsþing ungmennahúsa.
Landsþing ungmennahúsa var haldið á Hólmavík um síðustu helgi. Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og starfsfólk ungmennahúsa komu víða að af landinu ásamt stjórn Samfés. Markmið landsþingsins var að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hittast, móta starfsemi ungmennahúsa landsins, skiptast á hugmyndum, efla samstarfið og ræða málefni ungs fólks á Íslandi og hvað hægt sé að gera til að bæta starfið og tryggja að öll ungmenna á aldrinum 16-25 ára hafi jafnan aðgang að ungmennahúsi í sinni heimabyggð.
Dagskrá helgarinnar var fjölbreytt og tóku þátttakendur þátt í hópefli, fræðslu, umræðuhópum, smiðjum og auðvitað skemmtilegum kvöldvökum. Hjálmar Karlsson frá Rauða krossins á Íslandi og Anna G Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Geðhjálpar héldu fyrirlestur um hjálparsíma Rauða krossins 1717 og herferðina Útmeða sem beinist að sjálfsvígs- og sjálfsskaða. Á landsþinginu var meðal annars talað um hversu mikilvægt það er að taka vel á móti flóttafólki, koma í veg fyrir fordóma með kynningu og fræðslu og tryggja aðgengi þeirra að námskeiðum og öðrum nauðsynlegum úrræðum. Bæta þarf alla fræðslu um andlega heilsu ungs fólks á öllum skólastigum og að andleg veikindi séu viðurkennd þá sérstaklega með aðkomu ríkisins með niðurgreiðslu á kostnaði.
Þátttakendum fannst að bæta þurfi enn frekar alla fræðslu um vinnuréttindi ungs fólks og Barnasáttmálann því margir unglingar vita ekki að verið sjá að brjóta á þeirra réttindum. Einnig að ríkið virði það að börn og unglingar eigi að koma að ákvörðunartöku í öllum málefnum sem snerta ungt fólk. Hópurinn heimsótti einnig Galdrasafnið og heitu pottana að Drangsnesi.
Ungt fólk vill hafa áhrif og er ekki sama um samfélagið og framtíð landsins.