Ungmenni galdra á Hólmavík

Kristinn úr Molanum, Tómas úr Pakkhúsinu Selfossi og Tryggvi úr Molanum „djamma“ í tónlistarstúdíóinu sem er í grunnskólanum á Hólmavík.

Landsþing ungmennahúsa.

Kristinn úr Molanum, Tómas úr Pakkhúsinu Selfossi og Tryggvi úr Molanum „djamma“ í tónlistarstúdíóinu sem er í grunnskólanum á Hólmavík.

Landsþing ungmennahúsa var haldið á Hólmavík um síðustu helgi. Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og starfsfólk ungmennahúsa komu víða að af landinu ásamt stjórn Samfés. Markmið landsþingsins var að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hittast, móta starfsemi ungmennahúsa landsins, skiptast á hugmyndum, efla samstarfið og ræða málefni ungs fólks á Íslandi og hvað hægt sé að gera til að bæta starfið og tryggja að öll ungmenna á aldrinum 16-25 ára hafi jafnan aðgang að ungmennahúsi í sinni heimabyggð.

Dagskrá helgarinnar var fjölbreytt og tóku þátttakendur þátt í hópefli, fræðslu, umræðuhópum, smiðjum og auðvitað skemmtilegum kvöldvökum. Hjálmar Karlsson frá Rauða krossins á Íslandi og Anna G Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Geðhjálpar héldu fyrirlestur um hjálparsíma Rauða krossins 1717 og herferðina Útmeða sem beinist að sjálfsvígs- og sjálfsskaða. Á landsþinginu var meðal annars talað um hversu mikilvægt það er að taka vel á móti flóttafólki, koma í veg fyrir fordóma með kynningu og fræðslu og tryggja aðgengi þeirra að námskeiðum og öðrum nauðsynlegum úrræðum. Bæta þarf alla fræðslu um andlega heilsu ungs fólks á öllum skólastigum og að andleg veikindi séu viðurkennd þá sérstaklega með aðkomu ríkisins með niðurgreiðslu á kostnaði.

Þátttakendum fannst að bæta þurfi enn frekar alla fræðslu um vinnuréttindi ungs fólks og Barnasáttmálann því margir unglingar vita ekki að verið sjá að brjóta á þeirra réttindum. Einnig að ríkið virði það að börn og unglingar eigi að koma að ákvörðunartöku í öllum málefnum sem snerta ungt fólk. Hópurinn heimsótti einnig Galdrasafnið og heitu pottana að Drangsnesi.

Ungt fólk vill hafa áhrif og er ekki sama um samfélagið og framtíð landsins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem