Uppáhalds Kópavogur: Ingibjörg Hinriksdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, sagði frá því í síðustu viku að uppáhalds staðurinn sinn í Kópavogi væri Salurinn. Guðrún skorar á Ingibjörgu Hinriksdóttur að segja frá sínum uppáhalds stað:

1231293_10201623532245674_221192794_n
Ingibjörg Hinriksdóttir, eða „Ingó“ eins og margir þekkja hana, á sinn uppáhalds stað í Kópavogi.

„Minn uppáhaldsstaður í Kópavogi er í raun allur Digraneshálsinn austan gjár, en eftir því sem hann rís hærra þeim mun meira er hann í uppáhaldi. Ég er alin upp á Álfhólsvegi 80 og sunnan við það hús rísa Víghólar hæst og þar var minn æskuleikvöllur. Þar var algjört ævintýraland fyrir okkur krakkana, sem vorum fjölmörg á svæðinu. Þarna voru háðar margar baráttur, bæði í móanum í kringum Víghólinn, á Heiðarvelli sem var aðal knattspyrnuvöllur ÍK, í sunnudagaskólanum sem var í hvíta húsinu þar austan við og í Digranesskóla sem var minn barnaskóli.

Eini staðurinn þar sem engar baráttur voru háðar var í raun við Álfhólinn þar sem ég átti margar gæðastundir með álfunum og huldufólkinu sem þar býr. Það er ómetanlegt að eiga svona stað þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala og fólk (hvort sem það er til í raunveruleikanum eða ekki) tekur manni og hugmyndum mans á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“

Álfhóll við Álfhólsskóla, horft niður Digraneshálsinn.
Álfhóll við gamla Digranesskólann sem nú heitir Álfhólsskóli. Horft niður Digraneshálsinn.
Álfarnir í Álfhól eru sallarólegir, eins og sjá má.
Álfhóll við Álfhólsveg.

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar