Uppáhalds Kópavogur: Ingibjörg Hinriksdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, sagði frá því í síðustu viku að uppáhalds staðurinn sinn í Kópavogi væri Salurinn. Guðrún skorar á Ingibjörgu Hinriksdóttur að segja frá sínum uppáhalds stað:

1231293_10201623532245674_221192794_n
Ingibjörg Hinriksdóttir, eða „Ingó“ eins og margir þekkja hana, á sinn uppáhalds stað í Kópavogi.

„Minn uppáhaldsstaður í Kópavogi er í raun allur Digraneshálsinn austan gjár, en eftir því sem hann rís hærra þeim mun meira er hann í uppáhaldi. Ég er alin upp á Álfhólsvegi 80 og sunnan við það hús rísa Víghólar hæst og þar var minn æskuleikvöllur. Þar var algjört ævintýraland fyrir okkur krakkana, sem vorum fjölmörg á svæðinu. Þarna voru háðar margar baráttur, bæði í móanum í kringum Víghólinn, á Heiðarvelli sem var aðal knattspyrnuvöllur ÍK, í sunnudagaskólanum sem var í hvíta húsinu þar austan við og í Digranesskóla sem var minn barnaskóli.

Eini staðurinn þar sem engar baráttur voru háðar var í raun við Álfhólinn þar sem ég átti margar gæðastundir með álfunum og huldufólkinu sem þar býr. Það er ómetanlegt að eiga svona stað þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala og fólk (hvort sem það er til í raunveruleikanum eða ekki) tekur manni og hugmyndum mans á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“

Álfhóll við Álfhólsskóla, horft niður Digraneshálsinn.
Álfhóll við gamla Digranesskólann sem nú heitir Álfhólsskóli. Horft niður Digraneshálsinn.
Álfarnir í Álfhól eru sallarólegir, eins og sjá má.
Álfhóll við Álfhólsveg.

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn