Uppáhalds Kópavogur: Ingibjörg Hinriksdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, sagði frá því í síðustu viku að uppáhalds staðurinn sinn í Kópavogi væri Salurinn. Guðrún skorar á Ingibjörgu Hinriksdóttur að segja frá sínum uppáhalds stað:

1231293_10201623532245674_221192794_n
Ingibjörg Hinriksdóttir, eða „Ingó“ eins og margir þekkja hana, á sinn uppáhalds stað í Kópavogi.

„Minn uppáhaldsstaður í Kópavogi er í raun allur Digraneshálsinn austan gjár, en eftir því sem hann rís hærra þeim mun meira er hann í uppáhaldi. Ég er alin upp á Álfhólsvegi 80 og sunnan við það hús rísa Víghólar hæst og þar var minn æskuleikvöllur. Þar var algjört ævintýraland fyrir okkur krakkana, sem vorum fjölmörg á svæðinu. Þarna voru háðar margar baráttur, bæði í móanum í kringum Víghólinn, á Heiðarvelli sem var aðal knattspyrnuvöllur ÍK, í sunnudagaskólanum sem var í hvíta húsinu þar austan við og í Digranesskóla sem var minn barnaskóli.

Eini staðurinn þar sem engar baráttur voru háðar var í raun við Álfhólinn þar sem ég átti margar gæðastundir með álfunum og huldufólkinu sem þar býr. Það er ómetanlegt að eiga svona stað þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala og fólk (hvort sem það er til í raunveruleikanum eða ekki) tekur manni og hugmyndum mans á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“

Álfhóll við Álfhólsskóla, horft niður Digraneshálsinn.
Álfhóll við gamla Digranesskólann sem nú heitir Álfhólsskóli. Horft niður Digraneshálsinn.
Álfarnir í Álfhól eru sallarólegir, eins og sjá má.
Álfhóll við Álfhólsveg.

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar