Uppáhalds Kópavogur: Ingibjörg Hinriksdóttir

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, sagði frá því í síðustu viku að uppáhalds staðurinn sinn í Kópavogi væri Salurinn. Guðrún skorar á Ingibjörgu Hinriksdóttur að segja frá sínum uppáhalds stað:

1231293_10201623532245674_221192794_n
Ingibjörg Hinriksdóttir, eða „Ingó“ eins og margir þekkja hana, á sinn uppáhalds stað í Kópavogi.

„Minn uppáhaldsstaður í Kópavogi er í raun allur Digraneshálsinn austan gjár, en eftir því sem hann rís hærra þeim mun meira er hann í uppáhaldi. Ég er alin upp á Álfhólsvegi 80 og sunnan við það hús rísa Víghólar hæst og þar var minn æskuleikvöllur. Þar var algjört ævintýraland fyrir okkur krakkana, sem vorum fjölmörg á svæðinu. Þarna voru háðar margar baráttur, bæði í móanum í kringum Víghólinn, á Heiðarvelli sem var aðal knattspyrnuvöllur ÍK, í sunnudagaskólanum sem var í hvíta húsinu þar austan við og í Digranesskóla sem var minn barnaskóli.

Eini staðurinn þar sem engar baráttur voru háðar var í raun við Álfhólinn þar sem ég átti margar gæðastundir með álfunum og huldufólkinu sem þar býr. Það er ómetanlegt að eiga svona stað þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala og fólk (hvort sem það er til í raunveruleikanum eða ekki) tekur manni og hugmyndum mans á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“

Álfhóll við Álfhólsskóla, horft niður Digraneshálsinn.
Álfhóll við gamla Digranesskólann sem nú heitir Álfhólsskóli. Horft niður Digraneshálsinn.
Álfarnir í Álfhól eru sallarólegir, eins og sjá má.
Álfhóll við Álfhólsveg.

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

gymheilsa.is-11-660×240
Ármann
Jóhannes Birgir Jensson
Bílakjallarinn í Hamraborg.
1501816_599821193417374_1456742139_n
hlatur
dogunpiratar
Þríhnúkagígur 1991, Séð af botni hvelfingarinnar, upp gosrásina
Fovarnaruthlutun2020