Upppantað á sjávarútvegssýninguna í Fífunni. Verður sú stærsta frá upphafi.

Sjávarútvegssýningin, sem hefst á fimmtudag í næstu viku í Fífunni, verður sú allra stærsta í þrjátíu ára sögu hennar. Þegar hafa um 500 fyrirtæki tilkynnt um þátttöku og er löngu uppselt í alla bása. Um helmingur fyrirtækjanna kemur erlendis frá. Undirbúningur er í fullum gangi en yfir 100 manns koma að sýningarstjórn, uppsetningu, öryggisgæslu, ræstingum og fleiru sem þarf til svo að sýningin gangi snuðrulaust fyrir sig.

Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar, segir sjávarútvegssýninguna hafa meira en tvöfaldast að stærð frá því hún hóf göngu sína fyrir þrjátíu árum. „Sýningin hefur löngu sannað gildi sitt og það er mikil fagmennska í kringum hana, bæði hjá skipuleggjendum og hjá þátttakendum á sýningunni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1984 en íslensk fyrirtæki hafa alltaf nýtt sér hana til að kynna tækninýjungar og framfarir,“ segir Bjarni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.
Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.

 

Sýningin stendur yfir frá 25. til 27. september.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pop-up ljóðalestur-2015012447
Elín Pálmadóttir
Safnanótt_mynd
hnetsmjor_1
Rannveigx
Nam
1515030_10202047574684548_1435328287_n
sundlaugardot
Kársnes