Upppantað á sjávarútvegssýninguna í Fífunni. Verður sú stærsta frá upphafi.

Sjávarútvegssýningin, sem hefst á fimmtudag í næstu viku í Fífunni, verður sú allra stærsta í þrjátíu ára sögu hennar. Þegar hafa um 500 fyrirtæki tilkynnt um þátttöku og er löngu uppselt í alla bása. Um helmingur fyrirtækjanna kemur erlendis frá. Undirbúningur er í fullum gangi en yfir 100 manns koma að sýningarstjórn, uppsetningu, öryggisgæslu, ræstingum og fleiru sem þarf til svo að sýningin gangi snuðrulaust fyrir sig.

Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar, segir sjávarútvegssýninguna hafa meira en tvöfaldast að stærð frá því hún hóf göngu sína fyrir þrjátíu árum. „Sýningin hefur löngu sannað gildi sitt og það er mikil fagmennska í kringum hana, bæði hjá skipuleggjendum og hjá þátttakendum á sýningunni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1984 en íslensk fyrirtæki hafa alltaf nýtt sér hana til að kynna tækninýjungar og framfarir,“ segir Bjarni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.
Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.

 

Sýningin stendur yfir frá 25. til 27. september.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn