Upppantað á sjávarútvegssýninguna í Fífunni. Verður sú stærsta frá upphafi.

Sjávarútvegssýningin, sem hefst á fimmtudag í næstu viku í Fífunni, verður sú allra stærsta í þrjátíu ára sögu hennar. Þegar hafa um 500 fyrirtæki tilkynnt um þátttöku og er löngu uppselt í alla bása. Um helmingur fyrirtækjanna kemur erlendis frá. Undirbúningur er í fullum gangi en yfir 100 manns koma að sýningarstjórn, uppsetningu, öryggisgæslu, ræstingum og fleiru sem þarf til svo að sýningin gangi snuðrulaust fyrir sig.

Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar, segir sjávarútvegssýninguna hafa meira en tvöfaldast að stærð frá því hún hóf göngu sína fyrir þrjátíu árum. „Sýningin hefur löngu sannað gildi sitt og það er mikil fagmennska í kringum hana, bæði hjá skipuleggjendum og hjá þátttakendum á sýningunni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1984 en íslensk fyrirtæki hafa alltaf nýtt sér hana til að kynna tækninýjungar og framfarir,“ segir Bjarni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.
Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.

 

Sýningin stendur yfir frá 25. til 27. september.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar