Upppantað á sjávarútvegssýninguna í Fífunni. Verður sú stærsta frá upphafi.

Sjávarútvegssýningin, sem hefst á fimmtudag í næstu viku í Fífunni, verður sú allra stærsta í þrjátíu ára sögu hennar. Þegar hafa um 500 fyrirtæki tilkynnt um þátttöku og er löngu uppselt í alla bása. Um helmingur fyrirtækjanna kemur erlendis frá. Undirbúningur er í fullum gangi en yfir 100 manns koma að sýningarstjórn, uppsetningu, öryggisgæslu, ræstingum og fleiru sem þarf til svo að sýningin gangi snuðrulaust fyrir sig.

Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Fyrirtækið Fagsýningar setur upp sýninguna og þeir Eggert Arason, Guðsteinn Halldórsson og Ómar Már Jónsson máttu varla vera að því að líta upp þegar við kíktum í Fífuna í morgun.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.
Byrjað er að reisa bása í Fífunni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar, segir sjávarútvegssýninguna hafa meira en tvöfaldast að stærð frá því hún hóf göngu sína fyrir þrjátíu árum. „Sýningin hefur löngu sannað gildi sitt og það er mikil fagmennska í kringum hana, bæði hjá skipuleggjendum og hjá þátttakendum á sýningunni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1984 en íslensk fyrirtæki hafa alltaf nýtt sér hana til að kynna tækninýjungar og framfarir,“ segir Bjarni.

Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.
Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi sýningarstjórnar.

 

Sýningin stendur yfir frá 25. til 27. september.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér