Uppskeruhátíð Breiðabliks í frjálsum

Viðurkenningar fyrir þátttöku á alþjóðlegum mótum: Frá vinstri: Sindri Hrafn, Irma, Sigurjón, Ingi Rúnar; Kári Steinn, Þór Daníel. Á myndina vantar Arnór, Krister Blæ og Stefaníu. Mynd: breidablik.is
Viðurkenningar fyrir þátttöku á alþjóðlegum mótum: Frá vinstri: Sindri Hrafn, Irma, Sigurjón, Ingi Rúnar; Kári Steinn, Þór Daníel. Á myndina vantar Arnór, Krister Blæ og Stefaníu. Mynd: breidablik.is

Uppskeruhátíð meistaraflokks Breiðabliks í frjálsíþróttum var haldin 28. des. sl. í veislusal Smárans. Þangað mættu iðkendur, þjálfarar, stjórn deildar og meistaraflokksráðs ásamt aðstandendum.

Veittar voru fjölmargar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2013 sem var sterkt ár hjá Blikum í frjálsum.  32 urðu Íslandsmeistarar á árinu hjá Breiðablik, 98 Íslandsmeistaratitlar náðust og sett voru 19 Íslandsmet. Breiðablik átti Íslandsmeistara flokka í 8 flokkum, 5 Bikarmeistara, þar af 1 boðhlaupssveit.

Að venju voru veittar ýmsar viðurkenningar á hátíðinni:

Afreksbikarar unglinga 13-16 ára:

Hlaup
Irma Gunnarsdóttir
Hallmar Orri Schram

Stökk
Irma Gunnarsdóttir
Reynir Zoega Geirsson

Köst
Irma Gunnarsdóttir
Reynir Zoega Geirsson

Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku á stórmótum:

Arnór Jónsson – Evrópubikar
Ingi Rúnar Kristinsson – NM fjölþrautum, Evrópubikar í fjölþrautum
Irma Gunnarsdóttir – Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
Kári Steinn Karlsson – Smáþjóðaleikar, NM í víðavangshlaupi
Krister Blær Jónsson – NM fjölþrautum, Evrópubikar í fjölþrautum
Sigurjón Hólm Jakobsson – NM í fjölþrautum
Sindri Hrafn Guðmundsson – EM 19 ára og yngri
Stefanía Valdimarsdóttir – Smáþjóðaleikar, EM 22 ára og yngri, Evrópubikar

Tilnefningar frjálsíþróttaunglinga og frjálsíþróttakonu og -karls Breiðabliks til ÍTK:

Irma Gunnarsdóttir
Valdimar Friðrik Jónatansson
Stefanía Valdimarsdóttir
Kári Steinn Karlsson

Ekki er annað hægt að segja en að framtíðin í frjálsum sé björt hjá Breiðablik. Efniviðurinn er góður sem þarf að hlúa vel að, bæði í yngri og eldri deildum.

www.breidablik.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem