Uppskeruhátíð meistaraflokks Breiðabliks í frjálsíþróttum var haldin 28. des. sl. í veislusal Smárans. Þangað mættu iðkendur, þjálfarar, stjórn deildar og meistaraflokksráðs ásamt aðstandendum.
Veittar voru fjölmargar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2013 sem var sterkt ár hjá Blikum í frjálsum. 32 urðu Íslandsmeistarar á árinu hjá Breiðablik, 98 Íslandsmeistaratitlar náðust og sett voru 19 Íslandsmet. Breiðablik átti Íslandsmeistara flokka í 8 flokkum, 5 Bikarmeistara, þar af 1 boðhlaupssveit.
Að venju voru veittar ýmsar viðurkenningar á hátíðinni:
Afreksbikarar unglinga 13-16 ára:
Hlaup
Irma Gunnarsdóttir
Hallmar Orri Schram
Stökk
Irma Gunnarsdóttir
Reynir Zoega Geirsson
Köst
Irma Gunnarsdóttir
Reynir Zoega Geirsson
Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku á stórmótum:
Arnór Jónsson – Evrópubikar
Ingi Rúnar Kristinsson – NM fjölþrautum, Evrópubikar í fjölþrautum
Irma Gunnarsdóttir – Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
Kári Steinn Karlsson – Smáþjóðaleikar, NM í víðavangshlaupi
Krister Blær Jónsson – NM fjölþrautum, Evrópubikar í fjölþrautum
Sigurjón Hólm Jakobsson – NM í fjölþrautum
Sindri Hrafn Guðmundsson – EM 19 ára og yngri
Stefanía Valdimarsdóttir – Smáþjóðaleikar, EM 22 ára og yngri, Evrópubikar
Tilnefningar frjálsíþróttaunglinga og frjálsíþróttakonu og -karls Breiðabliks til ÍTK:
Irma Gunnarsdóttir
Valdimar Friðrik Jónatansson
Stefanía Valdimarsdóttir
Kári Steinn Karlsson
Ekki er annað hægt að segja en að framtíðin í frjálsum sé björt hjá Breiðablik. Efniviðurinn er góður sem þarf að hlúa vel að, bæði í yngri og eldri deildum.