Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Breiðabliks var haldin nýlega. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir bestu afrek ársins í pilta- og stúlknaflokki og karla- og kvennaflokki. Þau hlutu að þessu sinni:
14-16 ára
Irma Gunnarsdóttir fyrir besta árangur í stökkum, hlaupum og köstum
Gylfi Ingvar Gylfason fyrir besta árangur í hlaupum
Reynir Zoega fyrir besta árangur í stökkum og köstum
17 ára og eldri
Aðalheiður María Vigfúsdóttir fyrir besta árangur í köstum
Hugrún Birta Egilsdóttir fyrir besta árangur í stökkum
Stefanía Valdimarsdóttir fyrir besta árangur í hlaupum
Arnór Jónsson fyrir besta árangur í hlaupum
Ingi Rúnar Kristinsson fyrir besta árangur í stökkum
Sindri Hrafn Guðmundsson fyrir besta árangur í köstum
Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku á alþjóðlegum mótum á árinu en þær hlutu:
Ari Sigþór Eiríksson
Daníel Smári Guðmundsson
Irma Gunnarsdóttir
Ingi Rúnar Kristinsson
Jón Sigurður Ólafsson
Kristján Gissurarson
Kristján Viktor Kristinsson
Sindri Hrafn Guðmundsson
Valdimar Friðrik Jónatansson
Tilnefningar frjálsíþróttaunglinga og frjálsíþróttakonu og -karls Breiðabliks til ÍTK:
Ingibjörg Arngrímsdóttir
Gylfi Ingvar Gylfason
Irma Gunnarsdóttir
Sindri Hrafn Guðmundsson
Breiðablik eignaðist tvo Norðurlandameistara í fyrra; Inga Rúnar Kristinsson í tugþraut undir 22 ára og Sindra Hrafn Guðmundsson í spjótkasti 19 ára og yngri. Sindri Hrafn fór einnig á HM 19 ára og yngri og komst þar í úrslit. Auk þess voru Ingi Rúnar og Irma í fjölþrautaliði Íslands og komst liðið upp um deild á árinu. Breiðablik eignaðist einnig fjölmarga Íslandsmeistara á árinu.