Uppskeruhátíð LHÍ á menningartorfu Kópavogsbæjar

Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum í apríl og maí samkvæmt samkomulagi Salarins, Listaháskóla Íslands og lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar. Samningurinn nær til þriggja ára. Þar með verður eins konar uppskeruhátíð LHÍ í tónlist, myndlist og hönnun á menningartorfu Kópavogsbæjar á vorin því fyrr í vetur var ákveðið að útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun yrðu haldnar í Gerðarsafni.

Kjartan Ólafsson, prófessor við LHÍ, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs og Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins,
Kjartan Ólafsson, prófessor við LHÍ, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs og Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins,

Útskriftartónleikarnir eru fjármagnaðir með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar en tilgangur sjóðsins er að efla menningarlífið í bænum. Aðgangur að tónleikum LHÍ verður ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir verða auglýstir á vef Listaháskóla Íslands og Salarins.
Salurinn og Gerðarsafn standa hlið við hlið en á sömu torfu er einnig Tónlistarsafn Íslands. Með samningnum í dag fær tónlistardeild LHÍ einnig aðgang að því safni fyrir útskriftarnema skólans og verkefni þeirra.

Samningurinn var undirritaður af þeim Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs, Aino Freyju Järvelä, forstöðumanni Salarins, Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands, og Kjartani Ólafssyni, prófessor við LHÍ.

„Þessi samningur er Listaháskóla Íslands mikils virði því hann gerir okkur kleift að bjóða útskriftarnemum okkar í tónlist að vinna lokaverkefni sín í fullkomlega faglegu umhverfi. Slíkt skiptir miklu máli, ekki síst vegna þess að við vitum að þessir nemendur eiga eftir að setja mark sitt á tónlistarlífið í framtíðinni og útskriftartónleikarnir eru iðulega þeirra fyrsta skref inn í atvinnumennsku á sviði tónlistar. Aðstæður í Salnum eru allar til mikillar fyrirmyndar og sannarlega ánægjulegt að kynna þar til sögunnar nýja kynslóð tónlistarmanna og um leið afrakstur skólastarfsins,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs tekur í sama streng og segir það mikið ánægjuefni að ganga til nánara samstarfs við Listaháskóla Íslands. „Menningartorfan okkar í Kópavogi mun iða af lífi á vorin þegar ungir og frjóir listamenn frá Listaháskóla Íslands kynna þar listsköpun sýna í Salnum, Gerðarsafni og jafnvel í Tónlistarsafni Íslans. Um leið auðgum við menningarlífið og styrkjum enn frekar starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogsbær
Kopavogskirkja_Doddy2
Bjorn Thoroddsen
Kópavogur skjaldamerki
hundalestur
karsnesf
gymheilsa.is-11-660×240
Rebokk fitness
fannborg