Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Lokahátíð Nótunnar, sem er uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla verður haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 2. apríl næstkomandi. Þar koma fram fulltrúar tónlistarskóla af öllu landinu sem voru valdir til þátttöku á fernum forvalstónleikum um síðustu helgi. Einir slíkir tónleikar fóru fram í Salnum í Kópavogi. Þar komu fram fulltrúar tónlistarskóla af Reykjanesi, Suðurlandi og Kraganum. Skemmst er frá að segja að atriðin sem þar voru flutt voru hvert öðru glæsilegra og báru góðan vitnisburð um það góða starf sem unnið er í tónlistarskólum landsins. Það var því erfitt starf fyrir dómnefndina að velja þau sjö atriði sem þóttu skara fram úr og fá að koma fram í Hörpu.

Bryndis Kristjánsdóttir og Rakel Svavarsdóttir með verðlaunagrip frá Nótunni.

Meðal þátttakenda var C sveit Skólahljómsveitar Kópavogs sem fékk viðurkenningu fyrir flutning sinn á laginu Arabesque eftir Samuel Hazo og verður því meðal þátttakenda á lokahátíðinni í Eldborg. Skólahljómsveitin er þó ekki óvön þessu, því í sex skipti af þeim sjö sem hátíðin hefur verið haldin á hljómsveitin fulltrúa meðal þeirra bestu og má segja að það beri vott um það góða starf sem unnið er með nemendum hljómsveitarinnar. Tónlistarskóli Kópavogs á einnig tvö atriði í Eldborg og því ljóst að tónlistarkennsla í Kópavogi er ansi öflug. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á tónlistarfólk framtíðarinnar sýna hvað í því býr ættu endilega að skella sér í Hörpu þann 2. apríl á tónleika klukkan 12 og 14. Það verður enginn svikinn af þeirri skemmtun.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð