Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Lokahátíð Nótunnar, sem er uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla verður haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 2. apríl næstkomandi. Þar koma fram fulltrúar tónlistarskóla af öllu landinu sem voru valdir til þátttöku á fernum forvalstónleikum um síðustu helgi. Einir slíkir tónleikar fóru fram í Salnum í Kópavogi. Þar komu fram fulltrúar tónlistarskóla af Reykjanesi, Suðurlandi og Kraganum. Skemmst er frá að segja að atriðin sem þar voru flutt voru hvert öðru glæsilegra og báru góðan vitnisburð um það góða starf sem unnið er í tónlistarskólum landsins. Það var því erfitt starf fyrir dómnefndina að velja þau sjö atriði sem þóttu skara fram úr og fá að koma fram í Hörpu.

Bryndis Kristjánsdóttir og Rakel Svavarsdóttir með verðlaunagrip frá Nótunni.

Meðal þátttakenda var C sveit Skólahljómsveitar Kópavogs sem fékk viðurkenningu fyrir flutning sinn á laginu Arabesque eftir Samuel Hazo og verður því meðal þátttakenda á lokahátíðinni í Eldborg. Skólahljómsveitin er þó ekki óvön þessu, því í sex skipti af þeim sjö sem hátíðin hefur verið haldin á hljómsveitin fulltrúa meðal þeirra bestu og má segja að það beri vott um það góða starf sem unnið er með nemendum hljómsveitarinnar. Tónlistarskóli Kópavogs á einnig tvö atriði í Eldborg og því ljóst að tónlistarkennsla í Kópavogi er ansi öflug. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á tónlistarfólk framtíðarinnar sýna hvað í því býr ættu endilega að skella sér í Hörpu þann 2. apríl á tónleika klukkan 12 og 14. Það verður enginn svikinn af þeirri skemmtun.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér