• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

Úr HK í FRAM og frá FRAM í „ÍK“

Úr HK í FRAM og frá FRAM í „ÍK“
ritstjorn
21/11/2013

Hólmbert Aron í Celtic: „Hlakka til að láta ljós mitt skina.“

Hólmbert Aron Friðjónsson. Mynd af heimasíðu Celtic.

Hólmbert Aron Friðjónsson. Mynd af heimasíðu Celtic.

Kópavogur hefur eignast enn einn atvinnumanninn í fótbolta því eins og kunnugt er gekk sóknarmaðurinn efnilegi, Hólmbert Aron Friðjónsson, fyrrum leikmaður HK og síðast FRAM, nýlega í raðir skoska úrvalsdeildarfélagsins Celtic. Þetta sögufræga skoska lið leikur i sama búningi og Íþróttafélag Kópavogs, ÍK, lék í á árum áður – þverröndóttum grænum treyjum. Saga ÍK og Celtic er tvinnuð saman en Jóhannes Edvaldsson, sem lék með liðinu á árum árum, var sérstakur verndari ÍK þar sem „Jóhannesar Edvaldssonar skjöldurinn“ var veittur bestu leikmönnum félagsins ár hvert. ÍK heitið – og blessuð sé minning þess – rann inn í HK þaðan sem Hólmbert sleit takkaskónum. Og nú fær Celtic okkar besta son.

-Það er hörð baráttan um að komast í liðið hjá Celtic. Hvernig leggst þetta í þig?

„Bara mjög vel. Ég er mjög spenntur en líka örlítið stressaður. Þetta er hörku lið en ég fékk góðar móttökur hjá þeim og þjálfarinn, Neil Lennon, hefur trú á mér. Það eru margir góðir leikmenn hjá Celtic og ekki sjálfgefið að komast í liðið en ég mun leggja mig allan fram,“ segir Hólmbert Aron.

-Þú ert fæddur og uppalinn í Kópavogi?

„Já, og HK-ingur fram í fingurgóma.. Ég bjó í Hlíðarhjalla en hef nú upp á síðkastið búið í Salarhverfinu. Ég gekk í Digranesskóla þar sem menn eins og Hannes Guðmundsson og Skafti Þ. Halldórsson reyndu að kenna mér eitthvað en ég vildi oftast vera í fótbolta að æfa mig. Ég lék minn fyrsta leik í fyrstu deildinni sautján ára gamall fyrir HK. Kópavogur er minn staður og HK er mitt lið,“ segir Hólmbert.

-Hvernig er svo að vera kominn í ÍK treyjuna?
„Þetta er bara gríðarlega flott treyja! Gaman að sögulegu tengingunni við gamla ÍK, en ég er of ungur til að muna hana. Það eru margir ÍK-ingar sem starfa í HK og margar sögur sagðar. En treyjan er flott og ég hlakka til að reyna mig með Celtic.

-Þú gekkst í raðir FRAM árið 2011 og negldir inn fullt af mörkum þannig að eftir var tekið. Celtic sýndi fljótt áhuga, gengu félagsskiptin hratt fyrir sig?
„Já, þetta tók um fjórar vikur frá því Celtic hafði samband við FRAM þangað til kaupin gengu í gegn. Eftir að þeir gerðu tilboð gekk þetta fljótt og vel. Mér líst mjög vel á að leika með Celtic og ætla að láta ljós mitt strax skína. Það er hörð samkeppnin um stöðurnar eins og hjá flestum stórliðum sem eru í Meistaradeildinni. Celtic á leik gegn AC Milan í lok nóvember en ég verð löglegur með liðinu strax eftir áramót þegar félagsskiptin ganga formlega í gegn. Ég fer út núna í byrjun desember og byrja að æfa aftur eftir stutt hlé,“ segir Hólmbert Aron sem hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að keppnistímabilið sé löngu búið á Íslandi.

-Margir muna eftir þegar Celtic sigraði Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra og Rod Stewart grét í stúkunni. Þetta er hörkulið?
„Já, það þarf hörkulið til að sigra Barcelona. Það eru kannski ekki þekktir leikmenn sem leika með liðinu, fyrir utan Georgios Samaras, gríska landsliðsmanninn, og ef til vill Scott Brown, fyrirliða, en svo er líka mjög góður markmaður, Fraser Forster sem hefur verið varamarkvörður enska landsliðsins. Liðið er mjög þétt og hefur metnað til að ná lengra.“

-Hvað viltu segja við unga lesendur sem hafa hug á atvinnumennsku i knattspyrnu?

„Æfa, æfa og æfa. Það er það sem hefur fleytt mér hingað, fyrst og fremst. Aldrei að gefast upp og vera úti á fótboltavelli alla daga, öllum stundum. Æfa sig með boltann og hafa metnað til að ná lengra. Þetta er það sem ég hef alltaf gert og ætla áfram að gera,“ segir Hólmbert Aron Friðjónsson, fyrrum leikmaður HK og FRAM sem nú er genginn í raðir Celtic í Skotlandi.

Hólmbert Aron Friðjónsson.  Mynd af heimasíðu Celtic.

Hólmbert Aron Friðjónsson. Mynd af heimasíðu Celtic.

Efnisorð
Íþróttir
21/11/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    5. flokkur HK stefnir hátt

    5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan...

    ritstjorn 06/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
  • Lesa meira
    Fjörkálfamót í Smáranum

    Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá...

    ritstjorn 06/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.