• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Úr pólitík í verslunarekstur

Úr pólitík í verslunarekstur
ritstjorn
25/02/2015

Fyrrum formaður bæjarráðs opnar snyrtivörubúð í Smáralind

Rannveig Ásgeirsdóttir, fyrrum formaður bæjarráðs og oddviti Y lista, hefur kvatt pólitíkina og snúið sér að verslunarrekstri. Hún hefur nú opnað snyrtivöruverslunina Coolcos í Smáralind ásamt dóttur sinni, Helgu Karólínu Karlsdóttur.

„Þetta er tveggja ára hugmynd hjá okkur Helgu Karólínu sem er förðunarfræðingur,“ segir Rannveig. „Helga kynntist Coolcos merkinu þegar hún bjó í Danmörku og við ákváðum að kýla á þetta. Við tókum hálft ár í undirbúning og að prófa vörurnar hér heima og þann fimmta desember 2013 opnuðum við svo förðunarstofu á Nýbýlaveginum og vefverslun og nú er þetta litla fjölskyldurekna fyrirtæki komið í Smáralind. Viðtökurnar hafa verið frábærar hjá öllum aldurshópum og við erum himinlifandi með það.“

Var þá komið nóg af pólitíkinni?

„Já, í bili allavega. Þetta var mikil rússíbanareið síðustu fjögur árin. Oft var þetta erfitt en líka mjög skemmtilegt og óneitanlega lærði maður ýmislegt á þessum tíma, en menn verða bara að bíða eftir bókinni til að heyra meira um það. Nú get ég hakað við að hafa verið í pólitík þó að það hafi nú ekki verið á upphaflega markmiðalistanum. En það er spennandi að sjá hvaða beygjur lífið tekur stundum. Verslunarrekstur er mjög skemmtilegur og ólíkur því sem ég hef verið að gera. Ég er nú ekki ókunnug rekstri því ég rak áður þjónustufyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. En hvort ég snúi aftur í pólitík verður bara að koma í ljós, maður getur aldrei sagt aldrei …er það?“

Hver er sérstaða Coolcos?

„Vörurnar okkar eru tískuvara sem eru hollar fyrir húð og líkama. Það eru engin viðbætt ilmefni í þeim, en margir hafa óþol fyrir slíku og stóra málið er að það eru ekki paraben í þeim, en paraben eru í flokki með þalötum og skordýraeitri sem hormóna- og frumuraskandi efni. Danir eru gríðarlega framarlega í þessum fræðum og rannsóknir sýna að við þurfum að fara varlega með hvað við setjum utan á okkur ekki síður en ofan í okkur. Þeir hafa sett á fót efnavakt í samstarfi við neytendasamtökin í Danmörku til þess að leiðbeina fólki og fræða. Þeir eru að mörgu leyti strangari en aðrar þjóðir og hreinlega banna ákveðin paraben í vörum fyrir ungt fólk og börn. Við höfum einnig fengið fyrirspurnir um hvort það sé hveiti í vörunum okkar, en þeir sem eru haldnir glútenóþoli virðast þola verr vörur sem innihalda slíkt, en hveiti hefur verið notað sem bindiefni. Einnig má geta þess að naglalökkin okkar innihalda ekki formaldehýð og vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Ég hef unnið í heilbrigðisgeiranum í bráðum 30 ár og hef verið lánsöm að geta leitað til sérfræðinga til þess að ræða þessi mál og fylgist vel með rannsóknum og skrifum á þessu sviði. Við höfum skyldur við neytendur og það er að geta sagt að við séum með góða vöru því það er okkar grunnmarkmið og viljum bjóða þær á viðráðanlegu verði. Hollt á ekki að vera dýrara, þú átt að hafa efni á því að bjóða sjálfri þér góða vöru og stuðla að góðri heilsu,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, verslunareigandi í Smáralind og fyrrverandi formaður bæjarráðs.

Efnisorðefst á baugifyrirtæki
Fréttir
25/02/2015
ritstjorn

Efnisorðefst á baugifyrirtæki

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.