Úthlutað úr Forvarnarsjóði Kópavogs

Helgi Magnússon, Tinna Rós Finnbogadóttir, félagsmiðstöðvum eldri borgara, Yasmina, Menningarhúsunum í Kópavogi, Helena Halldórsdóttir frá MK, Guðrún Svava Baldursdóttir, félagsmiðstöðinni Þebu.

Fjögur verkefni voru styrkt af Forvarnarsjóði Kópavogs í ár. Hæsta styrkinn. 500 þúsund, hlaut Félagsmiðstöð eldri borgara í Gjábakka fyrir verkefni sem snýst um að kenna eldri borgurum á spjaldtölvur og eru það ungmenni úr Kópavogi sem sjá um kennsluna. Menningarhúsin í Kópavogi hlutu 400 þúsund króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að styrkja konur og börn af erlendum uppruna með því að skapa vettvang þar sem þau geta komið saman, talað og fengið ýmis konar fræðslu. Menntaskólinn í Kópavogi fékk 400 þúsund fyrir verkefni sem snýst um bætta lýðheilsu framhaldsskólanema með áherslu á svefn. Loks fékk Félagsmiðstöðin Þeba 200 þúsund króna styrk fyrir útivistarverkefni félagsmiðstöðvarinnar.

Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs, afhenti styrkina en auk hennar sátu í valnefnd, Elvar Páll Sigurðsson og Helgi Magnússon.

Forvarnarsjóður var stofnaður í byrjun árs 2014. Úthlutað er úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum frá forvarna- og frístundanefnd. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

OFV4
kotilettur
Orri-1
WP_20140617_14_24_10_Pro
Birkir Jón
Arnarnesvegur
Sigga_Vef
Lestrarganga í Kópavogi
vatnsendaskoli_sumar