Úthlutað úr forvarnarsjóði Kópavogs

Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar.

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega viðhöfn í leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi.

Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta – Forvarnarnámskeið fyrir leikskólabörn. Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, þjálfun leiðbeinanda í félagsmiðstöðvum fyrir vinnu með sjálfsstyrkingarhópa stúlkna. Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu – Fræðsla fyrir 5.-10. bekk um ábyrga nethegðun. Loks hlaut SAMAN hópurin 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Forvarnarsjóður Kópavogs var stofnaður í byrjun árs 2014 og er úthlutað úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum forvarnar- og frístundanefndar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi með það að markmiði að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnar- og frístundastarf Kópavogsbúa.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar