Úthlutað úr forvarnarsjóði Kópavogs

Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar.

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega viðhöfn í leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi.

Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta – Forvarnarnámskeið fyrir leikskólabörn. Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, þjálfun leiðbeinanda í félagsmiðstöðvum fyrir vinnu með sjálfsstyrkingarhópa stúlkna. Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu – Fræðsla fyrir 5.-10. bekk um ábyrga nethegðun. Loks hlaut SAMAN hópurin 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Forvarnarsjóður Kópavogs var stofnaður í byrjun árs 2014 og er úthlutað úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum forvarnar- og frístundanefndar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi með það að markmiði að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnar- og frístundastarf Kópavogsbúa.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kopavogur_2
Söluturninn á Kársnesi
Sumarverkefni_1
Eldey í HörðuvallaskólaK
Opið bókhald
Birkir
Fannborg 7-9
Helgarefni
fors