Úthlutað úr forvarnarsjóði Kópavogs

Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar.

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega viðhöfn í leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi.

Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta – Forvarnarnámskeið fyrir leikskólabörn. Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, þjálfun leiðbeinanda í félagsmiðstöðvum fyrir vinnu með sjálfsstyrkingarhópa stúlkna. Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu – Fræðsla fyrir 5.-10. bekk um ábyrga nethegðun. Loks hlaut SAMAN hópurin 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Forvarnarsjóður Kópavogs var stofnaður í byrjun árs 2014 og er úthlutað úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum forvarnar- og frístundanefndar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi með það að markmiði að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnar- og frístundastarf Kópavogsbúa.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar