• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára

Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
ritstjorn
10/03/2022
Sigrún Sæmundsdóttir, útibússtjóri Landsbankans í Hamraborg.

Landsbankinn á sér langa sögu í Kópavogi en útibúið í Hamraborg fagnar 30 ára afmæli síðar á þessu ári. Útibúið flutti í núverandi húsnæði að Hamraborg 8 árið 2005 en staðsetningin tryggir viðskiptavinum mjög gott aðgengi að útibúinu. „Við erum ánægð með að eiga hér góða og trausta viðskiptavini, bæði einstaklinga og fyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum hjá okkur jafnvel áratugum saman og erum stolt af okkar þátttöku í öflugri uppbyggingu í Kópavogi,“ segir Sigrún Sæmundsdóttir, útibússtjóri Landsbankans í Hamraborg.

Endurbætt ráðgjafarútibú og sveigjanlegri þjónusta

Fjármálaþjónusta og kröfur viðskiptavina hafa breyst mikið á þessum 30 árum. „Sífellt fleiri viðskiptavinir kjósa að nýta sér stafræna þjónustu okkar til að sinna sínum bankaviðskiptum þegar þeim hentar í netbankanum, Landsbankaappinu eða í hraðbönkum. Til þess að koma til móts við breyttar þarfir höfum við nú opnað stórbætt sjálfsafgreiðslurými í útibúinu sem er aðgengilegt viðskiptavinum allan sólarhringinn. Þar má nálgast alla helstu bankaþjónustu í sjálfsafgreiðslutækjum hvenær sem er. Starfsfólkið okkar er til aðstoðar og veitir þjónustu á opnunartíma frá kl. 10 til 16. Einnig höfum við aukið sveigjanleika í þjónustu með því að bjóða viðskiptavinum upp á að panta tíma í ráðgjöf á staðnum til kl. 16 en alveg til kl. 18 alla virka daga í síma og nú nýlega bættum við fjarfundum við, sem margir viðskiptavinir kunna að meta.“

Einfalda viðskiptavinum lífið

„Við erum til staðar fyrir viðskiptavini sem geta valið sjálfir með hvaða hætti þeir nýta sér þjónustuna okkar. Nú orðið nota viðskiptavinir tölvuna eða símann til að stunda bankaviðskipti í um 99% tilfella. Þegar þörf er á aðstoð og ráðgjöf eða sinna þarf flóknari erindum sem ekki er hægt að ljúka á netinu eða í hraðbönkum hafa viðskiptavinir okkar aðgang að persónulegri þjónustu í útibúum. Útibúið okkar í Hamraborg hefur á að skipa einvalaliði ráðgjafa sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum góða þjónustu hvort sem þeir vilja hitta okkur á fjarfundum, fá ráðgjöf í síma eða mæta til okkar hingað í útibúið. Verið velkomin til okkar í Hamraborgina,“ segir Sigrún að lokum.

EfnisorðefstfyrirtækiLandsbankinn
Fréttir
10/03/2022
ritstjorn

EfnisorðefstfyrirtækiLandsbankinn

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.