Útikaffihús opnar í Smáralind


Útikaffihús Café Adesso í Smáralind.

Útikaffihús Café Adesso í Smáralind.

Nú geta gestir Smáralindar notið sólarinnar og gætt sér á ljúffengum veitingum eða leikið sér úti í skemmtilegum tækjum frá Skemmtigarðinum. Veitingastaðurinn Café Adesso hefur opnað útikaffihús við austurenda Smáralindar en á því svæði er alltaf mikil veðursæld þegar sólin skín. Á staðnum er hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum eða fá sér góðan kaffibolla eða svalandi drykk. Á góðviðrisdögum í sumar mun svo Skemmtigarðurinn færa nokkur tæki út til að gestir getið notið þess að leika sér í sólinni. Það verður því líf og fjör í sólinni í Smáralind í sumar.

IMG_0857