• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Útlitsdýrkun

Útlitsdýrkun
ritstjorn
17/03/2014

Sylvia Dagmar Briem Friðjónsdóttir skrifar um útlitsdýrkun ungra stúlkna:

Ég var í sundi um daginn og varð vitni af samtali hjá tveimur strákum. Samtalið var eftirfarandi:

A: “Ég svaf hjá X í gær, hún kom til mín í nótt”

B: “haha nei í alvöru, hún er samt með sílíkon er það ekki, voru brjóstin flott?”

A: “já þau voru mjög flott”

B: “Er hún samt ekki með hliðarspik?”

A: “jú nefnilega”

image001

Það er ekki margt sem gerir mig alveg óstjórnlega reiða, en þetta gekk alveg fram af mér. Þessi umtalaða útlitsdýrkun, mér finnst þetta vera alveg endalaust í umræðunnni, en ekkert breytist. Þetta versnar bara ef eitthvað er. Það er eins og fólk sé ekki viðurkennt í samfélaginu nema það sé fastmótað eftir einhverjum stöðlum sem kallast fegurð. Þegar ég fer til útlanda þá elska ég að setjast niður á kaffihús og horfa á hvað fólk er skemmtilega misjafnt, allskonar karakterar. Ég kem upp á flugvöll og er að leita af röðinni sem flýgur til Íslands og það er oft ekki erfitt að finna hana. Það er hópurinn sem er allur eins til fara. Ótrúlegt. Ég hvet ykkur til að taka eftir þessu. Íslendingar eru mjög svipaðir í klæðaburði og með svipaða klippingu. 

Við erum svo lítið land og verðum fyrir fjölmiðlastraumum víða. Við erum virkilega vel upplýst hvað þykir flott og hvað ekki. Það kannski leiðir af sér að mjög margir eru að passa sig að fitta inní þennan svokallaða  ”fegurðar ramma”, því ef við erum ekki innan staðlanna þá erum við ekki viðurkennd.

Svo virðist sem það sé líka í tísku að vera með eins óheilbrigðan líkama og þeir gerast. Of grannur, með gat á milli læranna og innfallinn maga (bikiní brú). Eins og hefur verið í umræðunni..

bikini brú

læra gap

02bac0551ea8dbdf2dc34a0d62ba7530

Ég var að hjálpa nokkrum ungum stelpum að setja sér markmið. Margar af þeim skrifuðu “að missa 10 kg.” Stelpur sem að eru ekki einu sinni komnar með vöxt!

ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI.

Ég er svo ánægð að á þessum aldri var þetta ekki einu sinni pæling. Mér líður núna eins og gamalmenni að segja þetta. En er þetta í lagi? Þegar ég var á þessum aldri pældi ég ekki í þessu, leið vel að vera með spangir, með ofursleikt tagl, í HK gallanum og pældi ekki í því hvort að lærin á mér væru stór eða ekki. 

tumblr_m1no0gHcWk1qbwkv1o1_500

Svo sé ég stelpur sem eru á 12-13 ára á Road house að fá sér að borða. ALLAR í disco pants og magabol. Út af því að tískan er orðin þannig. Mér hefði ekki dottið til hugar að fara þannig út þegar ég var yngri. HAHA mér líður í alvörunni eins og gamalli herfu að skrifa þetta. Ég hélt ég yrði ALDREI þessi týpa að tuða út af yngri kynslóðinni. Ég þoldi ekki þessar týpur þegar ég var yngri. En mér finnst svo óeðlilegt að stelpur á þessum aldri þurfi að klæða sig svona. Samhliða þessari þróun er sú að kynhegðun og kynlíf er orðið að markaðsvöru og sjálfsagður hlutur. Svo hefur þessi kynslóð fengið á sig stimpilinn „klámkynslóðin.“ Hægt og bítandi virðist gildi hennar vera að „klámvæðast.“ Sakleysi æskunnar er því miður eitthvað sem heyrir sögunni til og vona ég innilega að eitthvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Um leið og heil kynslóð vex úr grasi með þessum gildum berast okkur fregnir af mikilli aukningu nauðgana hér rétt eins og erlendis, aukast nauðganir ókunnugra og raðnauðganir.

Svo kom ein mamma til mín um daginn og var að segja mér að stelpan hennar sem er 10 ára hefði staðið fyrir framan spegilinn á nærbuxunum. Hún var að halda maganum inni og ýta brjóstunum sínum upp. Mamma hennar spurði hana afhverju ertu að þessu?

Hún sagði: „mig langar í sílíkon.“

article-2178914-143292D4000005DC-800_468x578

Ég fæ illt í hjartað.. mér finnst þetta svo leiðinlegt og sorglegt.

Eins og ég hef komið inná áður þá eru krakkar og fólk mest hrætt við að gera mistök og álit annarra. Þess vegna er fólk kannski að reyna að festa sig inní eitthverjum ramma til þess eins að vera viðurkenndur. Það vilja allir vera mikilvægir það er stærsta grunnþörf mannkynsins og mér finnst við sjá það bara svo bersýnilega hér á Íslandi hvað það er satt og augljóst, svo ótrúlega mikið af fólki er að reyna að halda sig fyrir innan þennan samþykkta ramma samfélagsins sem er „óheilbrigður og sexy“.

 

Sylvia Dagmar Briem Friðjons.

Sylvia Dagmar Briem Friðjons.

með kveðju,

Sylvia HEX

Fylgist með á facebook :)

 

http://sylviabriem.wordpress.com

Efnisorð
Aðsent
17/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.