Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en heimamenn þó ögn hættulegri. Blikarnir hafa fengið nokkrar skyndisóknir án þess þó að pota knettinum yfir marklínuna. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur og staðan er 0:0.
Uppfært í leikslok: Leikurinn fór 1:0 fyrir Aktobe. Kasakstanar fengu mjög ódýrt víti í leikslok sem þeir skoruðu úr og fara því með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna.