Vaktin fullmönnuð

Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs Kópavogs.

Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins fullyrðir Margrét Júlía Rafnsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna að enginn standi vaktina í umhverfismálum í Kópavogi. Það er miður. Á síðasta kjörtímabili hófu allir bæjarfulltrúarnir vinnu við stefnumótun fyrir Kópavogsbæ. Lagt var upp með að vinna stefnuna þvert á alla flokka ásamt því að tengja hana við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samhliða stefnumótunarvinnunni er uppfærsla á umhverfisstefnu Kópavogs nú í vinnslu þar sem verið er að færa hana frá starðardagskrá 21 yfir í heimsmarkmiðin 17. Jafnframt er unnið að gerð loftslags- og loftgæðastefnu Kópavogsbæjar með markmið um minnkun losunar ásamt mótvægisaðgerðum svo sem bindingu gróðurhúsalofttegunda. Samþykkt liggur einnig fyrir um kaup á fleiri mælum til að fylgjast með loftgæðum í bænum. Í umhverfisstefnunni kemur fram áætlun um útskipti á bensín- og dísilbifreiðum í eigu bæjarins fyrir ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjafa.

Á síðasta kjörtímabili var lokið við samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem miðast við að draga úr förgun og efla endurvinnslu og endurnýtingu í sveitafélaginu. Þá var íbúum gert kleift að flokka plast heima fyrir og skila því í bláu tunnuna samhliða pappanum. Sú nýbreytni hefur gefist einstaklega vel og hefur magn plasts minnkað til muna í gráu tunnunni. Markviss fjölgun ruslabiða hefur einnig hjálpað til við að minnka rusl á götum bæjarins. 

Nú er verið að vinna að því að auðkenna bílastæði í bæjarlandi undir starfsemi sem býður upp á rafhleðslustöðvar og í einu af nýju hverfunum okkar, Smárinn 201, verður boðið upp á deilibíla

Í samvinnu við Markaðsstofu Kópavogsbæjar hefur verið unnið með fyrirtækjum bæjarins að draga úr vistspori, verða umhverfisvænni, draga úr notkun umbúða og sýna ábyrgð í neyslu, meðhöndlun og myndun úrgangs.

Hér eru aðeins örfá atriði talin upp. Ljóst er að málin eru mörg og brýn sem við munum halda áfram að vinna að.  Áhugi á umhverfismálum gengur þvert á alla stjórnmálaflokka, það er því óhætt að segja að allir ellefu bæjarfulltrúarnir standi vaktina með bæjarbúum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,