Vaktin fullmönnuð

Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs Kópavogs.

Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins fullyrðir Margrét Júlía Rafnsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna að enginn standi vaktina í umhverfismálum í Kópavogi. Það er miður. Á síðasta kjörtímabili hófu allir bæjarfulltrúarnir vinnu við stefnumótun fyrir Kópavogsbæ. Lagt var upp með að vinna stefnuna þvert á alla flokka ásamt því að tengja hana við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samhliða stefnumótunarvinnunni er uppfærsla á umhverfisstefnu Kópavogs nú í vinnslu þar sem verið er að færa hana frá starðardagskrá 21 yfir í heimsmarkmiðin 17. Jafnframt er unnið að gerð loftslags- og loftgæðastefnu Kópavogsbæjar með markmið um minnkun losunar ásamt mótvægisaðgerðum svo sem bindingu gróðurhúsalofttegunda. Samþykkt liggur einnig fyrir um kaup á fleiri mælum til að fylgjast með loftgæðum í bænum. Í umhverfisstefnunni kemur fram áætlun um útskipti á bensín- og dísilbifreiðum í eigu bæjarins fyrir ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjafa.

Á síðasta kjörtímabili var lokið við samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem miðast við að draga úr förgun og efla endurvinnslu og endurnýtingu í sveitafélaginu. Þá var íbúum gert kleift að flokka plast heima fyrir og skila því í bláu tunnuna samhliða pappanum. Sú nýbreytni hefur gefist einstaklega vel og hefur magn plasts minnkað til muna í gráu tunnunni. Markviss fjölgun ruslabiða hefur einnig hjálpað til við að minnka rusl á götum bæjarins. 

Nú er verið að vinna að því að auðkenna bílastæði í bæjarlandi undir starfsemi sem býður upp á rafhleðslustöðvar og í einu af nýju hverfunum okkar, Smárinn 201, verður boðið upp á deilibíla

Í samvinnu við Markaðsstofu Kópavogsbæjar hefur verið unnið með fyrirtækjum bæjarins að draga úr vistspori, verða umhverfisvænni, draga úr notkun umbúða og sýna ábyrgð í neyslu, meðhöndlun og myndun úrgangs.

Hér eru aðeins örfá atriði talin upp. Ljóst er að málin eru mörg og brýn sem við munum halda áfram að vinna að.  Áhugi á umhverfismálum gengur þvert á alla stjórnmálaflokka, það er því óhætt að segja að allir ellefu bæjarfulltrúarnir standi vaktina með bæjarbúum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð