Valið er skýrt

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Það gengur vel á Íslandi. Margir hafa lagt hönd á plóg við að skapa þessa stöðu og það er ánægjulegt hversu margt er hægt að telja til. Söguleg kaupmáttaraukning, lítil verðbólga og stöðugleiki. Ný störf og fjölbreyttari stoðir atvinnulífsins. Betri skuldastaða heimila og fyrirtækja, sem og ríkissjóðs. Þar hefur skapast um 30 milljarða svigrúm til góðra hluta, vegna þeirrar stefnu sem við höfum markað, að greiða hratt niður ríkisskuldir.

Það hefur tekið tíma að koma okkur á þennan stað, en hættan er sú að það taki bæði styttri tíma og þurfi færri til, til að spilla þessari góðu stöðu.

Frá árinu 2009 hafa ný framboð sprottið upp í hverjum kosningum. En öfugt við það sem ætla mætti, að fjölbreytnin og breiddin ykjust, hefur kraðakið vinstra megin við miðju vaxið. Við í Sjálfstæðisflokknum erum eini valkostur hægrisinnaðra kjósenda. Eini valkosturinn. Án okkar verður mynduð vinstri stjórn.

Við vitum hvað slík stjórn boðar. Hærri skatta á fyrirtæki og letjandi skattkerfi. Aukin útgjöld. Minna svigrúm fyrir einkaframtakið. Meiri ríkisafskipti. Hærri og fleiri skatta á einstaklinga. Sagan segir að verðbólgan fer aftur af stað. Vextir hækka á ný. Ráðstöfunartekjur dragast saman.

Við ætlum okkur aftur á móti að hafa stöðugleikann áfram í fyrirrúmi. Gera betur í heilbrigðis- og menntamálum og setja uppbyggingu innviða í forgang með fimm ára áætlun um 100 milljarða viðbótarinnspýtingu. Skapa pólitískt öryggi en ekki óvissu. Vera fyrirsjáanleg í þeirri stefnu okkar að létta álögum af fólki og atvinnulífi, treysta á kraft einstaklinganna og gefa þeim svigrúm til að blómstra.

Valið er skýrt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar