Leikir á Símamótinu færðir í Fífuna.
Vegna vatnsveðurs undanfarna daga hafa gestir á tjaldstæði á Kópavogstúni átt í vandræðum með rafmagnið. Allt er gert til að halda því gangandi. Vaktnúmer á tjaldstæðinu er 849 0782.
Stelpurnar á Símamótinu halda leikjunum áfram þrátt fyrir vætuna sem svo sannarlega hefur sett strik í reikninginn þetta árið. Nokkrir leikir voru færðir inn í Fífu í gær en í dag, laugardag, er leikið á 27 völlum. Búið er að hengja upp nýtt vallarskipulag í Fífu og þjónustumiðstöð.