Það má með sanni segja að miðaeigandi hjá happdrætti DAS, útgefnum af Video-markaðnum í Hamraborg, hafi dottið heldur betur í lukkupottinn fyrr í mánuðinum. Video-markaðurinn er löngu landsþekktur fyrir happdrættismiða frá HHI, DAS og SIBS sem oft gefa vinninga.

Dregið var í happdrætti DAS þann 9.janúar og í aðalvinning var fimm milljón króna VW bjalla. Kópavogsbúinn sem vann bílinn átti einfaldan miða og svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli deginum áður, eða 8. janúar. Guðlaugi Kristjánssyni, „Gulla í Video-markaðnum“, sem seldi honum miðann þótti því afar skemmtilegt að hringja í vinningshafann og láta hann vita af þessari síðbúnu afmælisgjöf.
Vinningshafinn hefur átt miðann í þónokkurn tíma en nú kom loksins sá stóri.
„Þeir fiska sem róa, þannig að þeir sem ekki eiga miða ættu endilega að hafa samband við okkur hjá Video-markaðnum eða við Happahúsið í Kringlunni og tryggja sér miða. Hægt er að greiða miðana með korti. Það nægir að eiga einn miða. Þessi tvö umboð happdrætti DAS hafa verið gegnum tíðina mjög happsæl fyrir Kópavogsbúa og margir mjög stórir vinningar komið á þessa staði,“ segir Guðlaugur Kristjánsson í Video-markaðnum í Hamraborg.