Vann fimm milljón króna bíl á vinningsmiða frá Video-markaðnum

Það má með sanni segja að miðaeigandi hjá happdrætti DAS, útgefnum af Video-markaðnum í Hamraborg, hafi dottið heldur betur í lukkupottinn fyrr í mánuðinum. Video-markaðurinn er löngu landsþekktur fyrir happdrættismiða frá HHI, DAS og SIBS sem oft gefa vinninga.

Video-markaðurinn í Hamraborg.
Video-markaðurinn í Hamraborg.

Dregið var í happdrætti DAS þann 9.janúar og í aðalvinning var fimm milljón króna VW bjalla. Kópavogsbúinn sem vann bílinn átti einfaldan miða og svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli deginum áður, eða 8. janúar. Guðlaugi Kristjánssyni, „Gulla í Video-markaðnum, sem seldi honum miðann þótti því  afar skemmtilegt að hringja í vinningshafann og láta hann vita af þessari síðbúnu afmælisgjöf.

Vinningshafinn hefur átt miðann í þónokkurn tíma en nú kom loksins sá stóri.

Þeir fiska sem róa, þannig að þeir sem ekki eiga miða ættu endilega að hafa samband við okkur hjá Video-markaðnum eða við Happahúsið í Kringlunni og tryggja sér miða.  Hægt er að greiða miðana með korti.  Það nægir að eiga einn miða. Þessi tvö umboð happdrætti DAS hafa verið gegnum tíðina mjög happsæl fyrir Kópavogsbúa og margir mjög stórir vinningar komið á þessa staði, segir Guðlaugur Kristjánsson í Video-markaðnum í Hamraborg.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar