Blikinn Guðfinnur Snær Magnússon vann til bronsverðlauna í sínum flokki,+120kg á HM unglinga í kraftlyftingum Potchefsroom, Suður Afríku í byrjun þessa mánaðar.
Guðfinnur lyfti 380kg í hnébeygju, 275kg í bekkpressu og 290kg í réttstöðulyftu sem gera 945kg samanlagt. Það er hvorki meira né minna en 45kg bæting hjá Guðfinni sem er glæsilegur árangur. Auðunn Jónsson, kraftajötunn og þjálfari Guðfinns, segir Guðfinn eitt mesta efni sem komið hefur fram í kraftlyftingum hin síðari ár og eigi framtíðina fyrir sér í íþróttinni.