Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ. Um er að ræða þá sem fæddir eru árið 2001 eða fyrr. Kópavogsbúar hafa þó forgang til ráðningar, að uppfylltum þeim skilyrðum sem koma fram í auglýsingu.
Fjölmörg störf eru í boði sumarið 2019 og geta allir sótt um inn á vef Kópavogsbæjar. Í fyrra voru um 400 starfsmenn ráðnir í sumarstarf hjá bænum.
Allir unglingar, fæddir 2001-2004, geta fengið sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 900 unglingar verði ráðnir þar til vinnu í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í Vinnuskólann þann 1. apríl.
Umsóknarfrestur um sumarstörfin er til og með 3. mars 2019 og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað sem fyrst. Eingöngu hægt að sækja um rafrænt.