Vatnsendaskóli hefur fengið Erasmus+ styrk til endurmenntunar kennara til næstu tveggja ára, að því er fram kemur á vef skólans. Styrkurinn veitir kennurum í Vatnsendaskóla tækifæri til að sækja námskeið á erlendri grundu. Sótt var um nokkur námskeið sem tengjast stefnu skólans og er yfirheiti verkefnisins Skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Fyrsta námskeiðið sóttu kennarar skólans nú í ágúst og var heiti þess Að efla sköpunargáfu og hugsanaferli nemenda í skólastarfi (Bringing creativity and thinking skills into the Educational Process).
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.