
Kópavogsbryggjan er ein af þessum týndu perlum í Kópavogi sem margir eiga ennþá eftir að uppgötva. Listamenn hafa aðstöðu í nágrenninu og svo er hægt að renna fyrir fisk frá brúnni, eins og þessi fjölskylda var að gera þegar ljósmyndari okkar átti leið þar framhjá á dögunum.


- Ungur veiðimaður á Kópavogsbryggju.
