Vel heppnaður aðalfundur Sögufélags Kópavogs

Sögufélag Kópavogs hélt nýverið aðalfund sinn í Kópavogsskóla. Fundinn sóttu um 100 manns. Utan venjulegra aðalfundarstarfa voru Guðlaugur R. Guðmundsson örnefnafræðingur, Guðmundur Þorkelsson frá Fífuhvammi og Ólafur Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri Kópavogsskóla útnefndir heiðursfélagar. Þeir hafa allir á sinn hátt stutt duglega við starfsemi félagsins og markmið þess, meðal annars með sagnaritun, varðveislu skjala og gripa og vilja til að miðla sögu bæjarins.

Á fundinum voru einnig lagðar fram og samþykktar einróma tvær ályktanir til bæjarstjórnar. Sú fyrri er hvatning til bæjaryfirvalda um að styðja við og tryggja útgáfu ritverks Guðlaugs R. Guðmundssonar um örnefni í landi Kópavogs og sögu þeirra en handrit hans er nánast tilbúið til prentunar. Seinni ályktunin er áskorun til bæjaryfirvalda um að finna heppilegt húsnæði til að geyma gripi sem hafa sögulegt gildi fyrir Kópavog en þar sem ekkert byggðasafn er í bæjarfélaginu er hætt við því að þessir gripir fari forgörðum. Því er mikilvægt að hið fyrsta verði til á vegum bæjarins geymsla til að tryggja varðveislu þessara gripa.

Að fundi loknum fræddi Ólafur Guðmundsson fundargesti um sögu Kópavogsskóla. Að því loknu leiddi hann göngu um elsta hluta hans, þar sem einnig voru afhjúpuð lítil fróðleiksspjöld við dyr þeirra rýma þar sem fram fór önnur starfsemi en sú sem beinlínis tengdist skólanum á fyrstu árum hans. Húsið var vígt árið 1949 og þjónaði þá ekki bara sem skóli heldur einnig sem félagsheimili, bókasafn, læknisstofa, kirkja og hreppsskrifstofa ásamt öðru þegar hið nýja sveitarfélag, Kópavogshreppur, var að slíta barnsskónum. Með því vill Sögufélagið tryggja að saga þessa merka húss gleymist ekki meðan það stendur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar