Vel heppnuð Aðventuhátíð

Fjölmargir lögðu leið sína á Hálsatorg í miðbæ Kópavogs á aðventuhátíð í dag. Tendrað var á jólatré á torginu sem er gjöf frá bænum Nörrköping sem er vinabær Kópavogs. Leikhópurinn Lotta skemmti krökkunum, skólahljómsveit Kópavogs tók nokkur lög og svo var slegið upp jólaballi. Í menningarhúsum bæjarins var mikil jólastemming og þá var handverksmarkaður í Safnaðarheimili Kópavogs. Í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara, var hinn árlegi laufabrauðsdagur og hann var afar vel sóttur að vanda.

Aðventuhátíð Kópavogs hefur ekki verið jafn umfangsmikil áður og af fjölda gesta að dæma kunna Kópavogsbúar vel að meta framtakið.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni í dag.

Adventa2014_2 Adventa2014_1 Adventa2014_5 Adventa2014_3

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kristín Sævarsdóttir
Mótmæli kennara
1
_MG_1392
UMSK07
sundlaugardot
jongunn
Hannes_mynd
Fj_lmenn0520145885