Vel heppnuð Aðventuhátíð

Fjölmargir lögðu leið sína á Hálsatorg í miðbæ Kópavogs á aðventuhátíð í dag. Tendrað var á jólatré á torginu sem er gjöf frá bænum Nörrköping sem er vinabær Kópavogs. Leikhópurinn Lotta skemmti krökkunum, skólahljómsveit Kópavogs tók nokkur lög og svo var slegið upp jólaballi. Í menningarhúsum bæjarins var mikil jólastemming og þá var handverksmarkaður í Safnaðarheimili Kópavogs. Í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara, var hinn árlegi laufabrauðsdagur og hann var afar vel sóttur að vanda.

Aðventuhátíð Kópavogs hefur ekki verið jafn umfangsmikil áður og af fjölda gesta að dæma kunna Kópavogsbúar vel að meta framtakið.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni í dag.

Adventa2014_2 Adventa2014_1 Adventa2014_5 Adventa2014_3

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í