Vel heppnuð Aðventuhátíð

Fjölmargir lögðu leið sína á Hálsatorg í miðbæ Kópavogs á aðventuhátíð í dag. Tendrað var á jólatré á torginu sem er gjöf frá bænum Nörrköping sem er vinabær Kópavogs. Leikhópurinn Lotta skemmti krökkunum, skólahljómsveit Kópavogs tók nokkur lög og svo var slegið upp jólaballi. Í menningarhúsum bæjarins var mikil jólastemming og þá var handverksmarkaður í Safnaðarheimili Kópavogs. Í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara, var hinn árlegi laufabrauðsdagur og hann var afar vel sóttur að vanda.

Aðventuhátíð Kópavogs hefur ekki verið jafn umfangsmikil áður og af fjölda gesta að dæma kunna Kópavogsbúar vel að meta framtakið.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni í dag.

Adventa2014_2 Adventa2014_1 Adventa2014_5 Adventa2014_3

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að