Fjölmenningarhátíð sem haldin var í Smáraskóla um helgina var afar vel heppnuð og vel sótt en hátíðin var samstarfsverkefni nemenda, foreldra og kennara. Meðal þess sem bar fyrir augu var indverski dansarinn Pragati Sood Anand sem við undirleik indverskra tónlistarmanna, sýndi indverskan dans.
Þá kynntu foreldrar og börn menningu síns lands en í skólanum eru tengingar við yfir 20 þjóðerni; börn hafa ýmist fæðst erlendis og flutt hingað, verið ætleidd eða búið erlendis yfir lengri tíma.
Fjölmenningarhátíðin var hluti af Kópavogsdögum sem hófust 8. maí og lýkur 11. maí. Fleri myndir frá dögunum og dagskrá hátíðarinnar er að finna hér: www.kopavogsdagar.is