Veljum áframhaldandi traustan rekstur

Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs Kópavogsbæjar, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Undanfarin átta ár hef ég starfað sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs.  Ég hef einnig setið í framkvæmdastjórn bæjarins og á þeim tíma hef ég lagt mikla áherslu á ráðdeild í rekstri samhliða góðri þjónustu við bæjarbúa.  Það er mikilvægt að slaka ekki á í þeim efnum á sama tíma og uppbyggingu er haldið áfram þar sem fjölgun íbúa gefur tækifæri til enn hagkvæmari reksturs Kópavogsbæjar.

Sem varaformaður skipulagsráðs hef ég komið að mörgum þéttingarverkefnum m.a. á  Kársnesi, í Smáranum, Glaðheimum og miðbæjarsvæðinu.  Það er ljóst að skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er eitthvað sem sveitarfélögin þurfa að koma að og leysa.  Jafnvel þó Kópavogur sé næstum fullbyggður eru ennþá svæði sem bjóða upp á nýja byggð.  Skipulag á Vatnsendahvarfi er langt komið en þar verða lóðir undir sérbýli í bland við fjölbýli.  Síðasti áfangi Glaðheimasvæðis fer að verða tilbúinn undir blandaða byggð atvinnu og íbúða og svo eigum við land upp við Elliðavatn og brýnt að koma því verkefni í gang, enda eitt af fallegustu svæðum höfuðborgarsvæðisins.   Við þurfum að flýta byggingu leikskóla til að bjóða yngri börnum leikskólavist og stækka grunnskólana á þéttingarsvæðunum.  Nýr Kársnesskóli er í byggingu í þessum töluðu orðum og verður fyrsti Svansvottaði skólinn á landinu.

Á síðasta kjörtímabili var ég formaður umhverfis- og samgöngunefndar.  Þar lagði ég m.a. áherslu á umferðaröryggi barna, uppbyggingu hjóla- og göngustíga ásamt því að bjóða upp á fleiri möguleika í flokkun á heimilissorpi.  Nú loks stefnir í samræmt sorphirðukerfi fyrir höfuðborgarsvæðið að frumkvæði Kópavogsbæjar sem er mikið framfaraskref fyrir alla.

Mig langar til að starfa áfram fyrir bæjarbúa og óska eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer laugardaginn 12. mars

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn