Veljum áframhaldandi traustan rekstur

Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og varaformaður skipulagsráðs Kópavogsbæjar, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Undanfarin átta ár hef ég starfað sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs.  Ég hef einnig setið í framkvæmdastjórn bæjarins og á þeim tíma hef ég lagt mikla áherslu á ráðdeild í rekstri samhliða góðri þjónustu við bæjarbúa.  Það er mikilvægt að slaka ekki á í þeim efnum á sama tíma og uppbyggingu er haldið áfram þar sem fjölgun íbúa gefur tækifæri til enn hagkvæmari reksturs Kópavogsbæjar.

Sem varaformaður skipulagsráðs hef ég komið að mörgum þéttingarverkefnum m.a. á  Kársnesi, í Smáranum, Glaðheimum og miðbæjarsvæðinu.  Það er ljóst að skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er eitthvað sem sveitarfélögin þurfa að koma að og leysa.  Jafnvel þó Kópavogur sé næstum fullbyggður eru ennþá svæði sem bjóða upp á nýja byggð.  Skipulag á Vatnsendahvarfi er langt komið en þar verða lóðir undir sérbýli í bland við fjölbýli.  Síðasti áfangi Glaðheimasvæðis fer að verða tilbúinn undir blandaða byggð atvinnu og íbúða og svo eigum við land upp við Elliðavatn og brýnt að koma því verkefni í gang, enda eitt af fallegustu svæðum höfuðborgarsvæðisins.   Við þurfum að flýta byggingu leikskóla til að bjóða yngri börnum leikskólavist og stækka grunnskólana á þéttingarsvæðunum.  Nýr Kársnesskóli er í byggingu í þessum töluðu orðum og verður fyrsti Svansvottaði skólinn á landinu.

Á síðasta kjörtímabili var ég formaður umhverfis- og samgöngunefndar.  Þar lagði ég m.a. áherslu á umferðaröryggi barna, uppbyggingu hjóla- og göngustíga ásamt því að bjóða upp á fleiri möguleika í flokkun á heimilissorpi.  Nú loks stefnir í samræmt sorphirðukerfi fyrir höfuðborgarsvæðið að frumkvæði Kópavogsbæjar sem er mikið framfaraskref fyrir alla.

Mig langar til að starfa áfram fyrir bæjarbúa og óska eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer laugardaginn 12. mars

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

1375135_10151644057987882_1531146550_n (1)
Gerðarsafn skúlptúr
myndbond_1
Biðröð hjá Mæðrarstyksnefnd í Fannborg.
Kopavogur_2
2015 Hverfafélag Smárahverfis
Kopavogur
IMG_3159
1456047_10201951190448970_916987015_n