• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Veljum Kópavog fyrir okkur öll

Veljum Kópavog fyrir okkur öll
ritstjorn
11/05/2022
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.

Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og velferðar þar sem við öll fáum notið okkar, ung eða gömul, í bæ sem gerir okkur kleift að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Eða hvort við viljum búa í bæ þar sem markaðsöflin ráða öllu, þar sem öll verðmæti eru metin á skala peninga, öll þjónusta og framkvæmdir eru fyrst og síðast arðbærar fyrir bæinn.

Vinstri græn vilja að Kópavogur sé bær þar sem fólk finnur að það skipti máli. Að bærinn hlusti á raddir íbúanna, umkvartanir og áhyggjur, og geri svo eitthvað til að bæta úr. Bær þar sem fólk með skerta starfsgetu fær störf við hæfi hjá bænum og bærinn geri öllum mögulegt að taka virkan þátt í samfélaginu.

Við viljum bæjarfélag sem lítur á það sem skyldu sína að jafna aðstöðu barna svo öll börn fái sömu tækifæri óháð stöðu foreldra sinna. Að bærinn hætti allri innheimtu gjalda vegna leikskóla og grunnskólagöngu barna. Að auki niðurgreiði bærinn að fullu æfingagjöld fyrir börn frá tekjulágum heimilum, svo öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína.

Vinstri græn vilja að Kópavogur sækist eftir því að þjónusta eldra fólk, taki til sín verkefni í samvinnu við ríkið og fái að stjórna öldrunarþjónustu svipað og gert er í Reykjavík. 

Jafnframt ætti bærinn að taka þá skyldu sína alvarlega að tryggja öllum öruggt húsnæði. Að bærinn sjái um að engin borgi meira en þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til að tryggja sér húsnæði.

Vinstri Græn vilja að bærinn auðveldi okkur að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Þannig verðum við virkir þátttakendur í að gera bæinn okkar að fyrsta stóra sveitarfélaginu sem nær kolefnishlutleysi.

Þannig samfélag vilja Vinstri græn taka þátt í að byggja upp, um það snúast kosningarnar. Hjálpumst að við að gera Kópavog fyrir okkur öll, X-V 14. maí.

EfnisorðefstKosningar 2022Ólafur Þór Gunnarssonvg
Aðsent
11/05/2022
ritstjorn

EfnisorðefstKosningar 2022Ólafur Þór Gunnarssonvg

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skiptir reynsla máli?

    Í Kópavogi ólst ég upp og hef alið upp mín börn. Fæðingarár mitt 1974 voru íbúar rúmlega...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.