Veljum Kópavog fyrir okkur öll

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.

Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og velferðar þar sem við öll fáum notið okkar, ung eða gömul, í bæ sem gerir okkur kleift að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Eða hvort við viljum búa í bæ þar sem markaðsöflin ráða öllu, þar sem öll verðmæti eru metin á skala peninga, öll þjónusta og framkvæmdir eru fyrst og síðast arðbærar fyrir bæinn.

Vinstri græn vilja að Kópavogur sé bær þar sem fólk finnur að það skipti máli. Að bærinn hlusti á raddir íbúanna, umkvartanir og áhyggjur, og geri svo eitthvað til að bæta úr. Bær þar sem fólk með skerta starfsgetu fær störf við hæfi hjá bænum og bærinn geri öllum mögulegt að taka virkan þátt í samfélaginu.

Við viljum bæjarfélag sem lítur á það sem skyldu sína að jafna aðstöðu barna svo öll börn fái sömu tækifæri óháð stöðu foreldra sinna. Að bærinn hætti allri innheimtu gjalda vegna leikskóla og grunnskólagöngu barna. Að auki niðurgreiði bærinn að fullu æfingagjöld fyrir börn frá tekjulágum heimilum, svo öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína.

Vinstri græn vilja að Kópavogur sækist eftir því að þjónusta eldra fólk, taki til sín verkefni í samvinnu við ríkið og fái að stjórna öldrunarþjónustu svipað og gert er í Reykjavík. 

Jafnframt ætti bærinn að taka þá skyldu sína alvarlega að tryggja öllum öruggt húsnæði. Að bærinn sjái um að engin borgi meira en þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til að tryggja sér húsnæði.

Vinstri Græn vilja að bærinn auðveldi okkur að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Þannig verðum við virkir þátttakendur í að gera bæinn okkar að fyrsta stóra sveitarfélaginu sem nær kolefnishlutleysi.

Þannig samfélag vilja Vinstri græn taka þátt í að byggja upp, um það snúast kosningarnar. Hjálpumst að við að gera Kópavog fyrir okkur öll, X-V 14. maí.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að