Veljum reynslu – Byggjum upp

Ómar Stefánsson býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef ekki lagt það í vana minn að hrósa sjálfum mér og benda á það sem ég hef gert og gert vel. En nú þarf ég þess því ég er að leggja í kröftuga kosningabaráttu. Það er ekki eins og ég geti „markaðssett“ mig á upp á nýtt eða á einhvern nýjan hátt. Það liggur fyrir í fundargerðum allt það sem ég hef gert og staðið fyrir í uppbyggingu Kópavogs. En ég get sagt frá mínum verkum og þau eru fjölmörg á öllum sviðum mannlífsins í Kópavogi. 

Ég var í bæjarstjórn á árunum 2002-2014. Á þessum árum voru byggðir upp góðir skólar og leikskólar. Blómleg íbúabyggð og kraftur settur í alla uppbygging á íþróttamannvirkjum. Bætt þjónusta á öllum sviðum við íbúa Kópavogs og sett á þann stað sem hún er í dag. Þar höfum við verið algjörlega til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög og gert það vel.

Einnig tókumst við á við bankahrunið þar sem heilu hverfi var skilað inn og það fraus öll uppbygging. Af því að Kópavogur stóð vel og öll þjónusta var til fyrirmyndar komust við í gegnum skaflinn. Þegar allt fór af stað aftur var Kópavogur í fararbroddi og tilbúinn til að halda áfram. Nú þurfum við að spýta í lófana og leggja af stað aftur. Þá sérstaklega í að brjóta land og bjóða fleirum í Kópavog. Núna er komið að kaflaskilum og við sjáum fyrir uppbyggingu á landi fyrir nýjar íbúðir í efri byggðum Kópavogs og endurbótum á eldri hverfum. Þá getur verið gott að hafa reynslubolta eins og mig í bæjarstjórn.

Það hefur ekki farið fram hjá íbúum í Kópavogi að það er að koma að kosningum. Þann 12. mars er prófkjör hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, þar óska ég eftir 4. sæti. Ef þú telur að reynsla mín og þekking nýtist þá er ég tilbúinn.

Sjá nánar: omarstef.net

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn