Ryðgaðir gámar, sem staðið hafa óhreyfðir í 20 ár, bílhræ og rusl er það sem blasir við í Smiðjuhverfinu. Engu er líkara en að ekki sé æskilegt að heimsækja hverfið, sem er eins konar „andlit Kópavogs út á við,“ því aðkoman er talsvert óaðlaðandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Jóhannes Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bíla – Áttunnar á Smiðjuveginum, kallar eftir lausnum á vanda hverfisins í bíltúr sem við tókum með honum á dögunum um hverfið. Sjón er sögu ríkari.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.